Frábær árangur okkar nemenda í efnafræði

Þau Kristín Sif Daðadóttir og Baldur Daðason nýstúdentar komust í landslið okkar í efnafræði ásamt tveimur öðrum nemendum úr öðrum skóla. Við erum mjög stolt af þessum nemendum okkar og reyndar fleirum sem stóðu sig líka frábærlega í efnafræði. Þau áttu að keppa í Alþjóðlegu Ólympíukeppninni í efnafræði í Istanbúl í sumar fyrir Íslands hönd, en vegna ástandsins verður keppnin rafræn eins og svo margt annað. Gangi ykkur vel !