Góð ráð

Dagleg rútína mikilvæg
Nú reynir á ykkur kæru nemendur þegar kennsla fer að mestu leyti fram í gegnum INNU. Mikilvægt er að skipuleggja daglega rútínu, þ.e. borða reglulega, fara að sofa og vakna á svipuðum tíma og hreyfa sig. Dagleg rútína hefur það jákvæð áhrif á hugsanir, einbeitingu og líðan.


Setjið ykkur markmið og afmarkið námstímann
Við mælum með að skoða vel þá tíma sem kennarar ykkar hafa tiltekið sem námstíma í ykkar námsgreinum í INNU. Hvenær er best að hafa samband við þá ef þið teljið þörf á o.s.frv. Setjið ykkur markmið fyrir daginn, t.d. er hægt er að útbúa verkefnalista og/eða tímaplan.Kíkið undir Aðstoð í INNU og þar finnið þið t.d vikuplan. Mikilvægt er að virða skilgreindan vinnutíma og setja skil á milli náms og frítíma. 


Vertu vinur þinn – finnið bjargráð
Verið jákvæð og talið við ykkur sjálf í huganum eins og við eigin vini. Hugsaðu um það sem ykkur finnst skemmtilegt t.d. að hlusta á góða tónlist og nýtið ykkur rafræna tækni til að vera í samskiptum við góða vini. Mikilvægt er að halda áfram að gera það sem veitir ykkur gleði.