STÆR2FH05 - Grunnáfangi á félags- og hugvísindabraut

grunnáfangi á félags- og hugvísindabraut

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: Engar
Viðfangsefni áfangans eru hnitakerfi, veldi og rætur, algebra, ójöfnur, annars stigs jöfnur, fleygbogar, föll og margliður, mengi og rökfræði.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

 • undirstöðureglum talna- og bókstafareiknings og 1. og 2. stigs jöfnum
 • hnitakerfinu, veldum og rótum, meðferð algebrubrota og mengjum
 • yrðingarökfræði og sanntöflum
 • fallhugtakinu, formengi falls og varpmengi

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

 • nota undirstöðureglur talna- og bókstafareiknings til einföldunar stærðtákna og útreiknings og til að leysa 1. og 2. stigs jöfnur og einfaldar vísisjöfnur
 • vinna með hnitakerfið, ferla beinna lína og fleygboga
 • beita veldareglum við ýmiss konar umritanir
 • leysa einfaldar ójöfnur
 • nota mengi og Vennmyndir til að leysa verkefni
 • setja upp sanntöflu fyrir samsettar yrðingar

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 • skrá lausnir sínar skipulega, skiptast á skoðunum við aðra um þær og útskýra hugmyndir sínar og verk skilmerkilega á viðeigandi hátt
 • átta sig á tengslum ólíkra aðferða við framsetningu stærðfræðilegra hugmynda og viðfangsefna
 • skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og vinna með þau
 • geta fylgt og skilið röksemdir og röksamhengi í mæltu máli og texta
 • beita skipulegum aðferðum við að leysa úr viðfangsefnum og þrautum, s. s. út frá þekkingu á lausnum svipaðra þrauta, unnið til baka frá þekktum stærðum eða með því að setja upp jöfnur
Nánari upplýsingar á námskrá.is