ENSK3FA05 - Fagorðaforði

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: ENSK3AC05
Námskeiðið er framhaldsáfangi í fagorðaforða (academic vocabulary) til undirbúnings fyrir háskólanám. Unnið er með ritrýndar fræðigreinar á tilteknum fræðasviðum svo sem náttúruvísindum, félagsvísindum og hugvísindum. Farið er í orðstofna og myndun orða í ensku út frá t.d. latínu og grísku. Leitað er fanga í fagtímaritum og ritrýndum faggreinum af netmiðlum og gagnasöfnum. Nemendur fá tilsögn í heimildaleit fyrir rannsóknarvinnu á háskólastigi. Miðað verður við þarfir hópsins hverju sinni þar sem farið er nánar í orðaforða sem tengist væntanlegu námssviði nemenda við nám eftir stúdentspróf. Áfanginn skiptist í þrjár lotur. Í fyrstu lotunni er viðfangsefnið almennt, þar sem megináherslan er á myndun og notkun fagorða. Í annarri og þriðju lotu vinna nemendur einstaklingsverkefni þar sem skoðaður er orðaforði afmarkaðra sviða og greina á háskólastigi, s.s. hugvísinda, félagsvísinda, raunvísinda o.s.frv. Miðað er við að þessi einstaklingsverkefni séu í því fagi sem nemendur hafi hugsað sér að leggja stund á eftir stúdentspróf

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • fagorðaforða einstakra greina á háskólastigi
  • orðmyndun fagorða
  • rýndum fræðigreinum
  • heimildaleit og greiningu rýndra fræðigreina í bókum, tímaritum og rafrænum gagnasöfnum

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • þekkja og greina fagorð og myndun þeirra
  • mynda fagorð
  • meta fræðigreinar með tilliti til áreiðanleika og hagnýts gildis
  • finna heimildir fyrir rannsóknarvinnu á háskólastigi

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • tileinka sér fræðigreinar á sínu sérsviði
  • umrita og gera útdrátt úr fræðigreinum
  • rita texta sem uppfyllir lágmarkskröfur um fræðilegan orðaforða
  • afla sér fræðilegra heimilda á gagnrýninn hátt
Nánari upplýsingar á námskrá.is