STÆR3HT05 - Hagnýting heildareiknings, tvinntölur, 2. stigs diffurjöfnur.

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: STÆR3FD05
Hagnýttur heildareikningur, andhverf hornaföll. Skilgreining tvinntalna, reiknireglur sem gilda í mengi þeirra og samsvörun tvinntalna við vigra. Lausnir annars stigs jafna og margliðujafna af hærra stigi. Vísisfallið, hornaföll og pólform tvinntalna. 2. stigs deildajöfnur.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • helstu aðferðum við að leysa ákveðin og óákveðin heildi
  • deildajöfnum og sérlausn og fullnaðarlausn deildajöfnu
  • tvinntölum og tengslum tvinnfalla og raunfalla
  • hvernig nýta má tvinntölur til að þátta margliður með rauntölustuðlum
  • hagnýtingu framangreindrar stærðfræði á öðrum sviðum, s.s. í hagfræði, náttúruvísindum, umhverfismálum, tæknifræði, o.s.frv.

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • beita hlutheildun, innsetningu og brotaliðun við lausn heilda
  • breyta tvinntölu af rétthyrndu formi á pólform og öfugt
  • reikna með tvinntölum

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • skrá lausnir sínar skipulega, skiptast á skoðunum við aðra um þær og útskýra hugmyndir sínar og verk skilmerkilega á viðeigandi hátt
  • átta sig á tengslum ólíkra aðferða við framsetningu stærðfræðilegra hugmynda og viðfangsefna
  • skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og vinna með þau
  • geta fylgt og skilið röksemdir og röksamhengi í mæltu máli og texta, þar með taldar sannanir í námsefni
  • beita skipulegum aðferðum við að leysa úr viðfangsefnum og þrautum, s. s. út frá þekkingu á lausnum svipaðra þrauta, unnið til baka frá þekktum stærðum eða með því að setja upp jöfnur
Nánari upplýsingar á námskrá.is