LÍFF2ÞF03 - Þróunarfræði

Einingafjöldi: 3
Þrep: 2
Forkröfur: LÍFF1GF04 eða LÍFF2GR05. Má taka samhliða.
Í áfanganum fá nemendur að læra um þróun lífs á jörðinni. Nemendur læra að þekkja einkenni lífvera og skyldleika þeirra. Þá fá nemendur tækifæri til að kynnast fylkingum lífvera og flokkunarfræðinni sem liggur að baki. Tegundamyndun verður skoðuð sérstaklega og nemendur þjálfast í að lesa tölulegar og myndrænar upplýsingar sem tengjast þróunarfræði.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

 • hugtökum þróunarfræðinnar
 • flokkunarkerfi og einkenni fylkinga
 • drifkrafti þróunar
 • hugmyndum um náttúrulegt val
 • erfðafjölbreytni og líffræðilegri fjölbreytni
 • skyldleika tegunda og tegundamyndun
 • helstu kenningum um þróun lífvera

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

 • lesa upplýsingar út frá tölulegum gögnum og myndum
 • vinna með hugtök og geta nota þau
 • greina upplýsingar og vinna með heimildir
 • flokka lífverur í helstu fylkingar

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 • temja sér sjálfstæð vinnubrögð
 • greina og meta upplýsingar á mismunandi formi
 • nýta samvinnu til að skoða flóknari viðfangsefni
 • útskýra og rökstyðja eigin hugmyndir í máli og myndum
 • gera sér grein fyrir samspili þróunarfræði og annarra náttúrufræðigreina
Nánari upplýsingar á námskrá.is