STÆR3TN05 - Tölfræði fyrir nemendur á náttúruvísindabraut

Tölfræði fyrir nemendur á náttúruvísindabraut

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: A.m.k. einn stærðfræðiáfangi á 2. þrepi
Gagnasöfn, flokkun og einkennishugtök. Tíðni og tíðnidreifing, myndrit. Dreifing og stærðir sem einkenna dreifingu gagnasafna. Talningar, líkindi, skilyrt líkindi, líkindadreifingar. Fylgni og fylgnistuðlar. Úrtaksdreifing, öryggisbil, marktækni.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

 • undirstöðuatriðum líkindareiknings, tvíkostadreifingu, normaldreifingu og úrtaksdreifingu
 • grundvallaratriðum tölfræði, s.s. meðaltölum, fylgni, dreifingum og frávikum
 • hagnýtingu framangreindrar stærðfræði á öðrum sviðum, s.s. í hagfræði, náttúruvísindum, umhverfismálum, tæknifræði, o.s.frv.

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

 • nota EXCEL (töflureikni) við tölulega útreikninga o.fl.
 • meðhöndla tölur og talnasöfn
 • vinna með og túlka talnasöfn og myndrit
 • leysa einföld vandamál í fléttufræði og líkindareikningi
 • nýta einfalda líkindadreifingu sem líkan við útreikning líkinda
 • fara með hugtökin öryggisbil, öryggismörk, skekkjumörk
 • reikna fylgni milli tveggja breytna og túlka fylgnistuðla

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 • skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og vinna með þau
 • beita skipulegum aðferðum við að leysa úr viðfangsefnum og þrautum, s.s. út frá þekkingu á lausnum svipaðra þrauta, geta unnið til baka frá þekktum stærðum eða með því að setja upp jöfnur
 • leggja mat á hvort niðurstöður reikninga og athugana séu í samræmi við viðfangsefnið
 • nýta tölfræðileg forrit við gagnavinnslu, prófanir og ályktanir
 • skrá lausnir sínar skipulega, skiptast á skoðunum við aðra um þær og útskýra hugmyndir sínar og verk skilmerkilega á viðeigandi hátt.
Nánari upplýsingar á námskrá.is