HEIM3ÁL05 - Ástin og listin að elska

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: Félagsgreinaáfangi á 2. þrepi
Í áfanganum verður farið yfir helstu kenningar um ástina, bæði heimspekilegar og sálfræðilegar kenningar. Einnig verða ýmis hagnýt atriði skoðuð varðandi ástarsambönd, meðal annars hvað einkennir jákvæð og neikvæð samskipti. Hvað þarf að hafa í huga þegar við veljum maka og við hverju má búast í ástarsamböndum. Leiðarljós áfangans er að nemendur kynnist mismunandi hugmyndum um ástina og hvernig hægt er að þjálfa og efla listina að elska. Farið verður yfir hvað einkennir þroskaða og óþroskaða ást, hver munurinn er á því að verða ástfangin og að vera ástfangin, af hverju ástin misheppnast oft og hvernig hugtakið ást hefur breyst í gegnum tíðina.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • heimspekilegum og sálfræðilegum kenningum um ástina
  • hversu mikilvægur hluti ástin er í lífi okkar og hvaða hlutverki hún þjónar
  • hvað einkennir heilbrigð og óheilbrigð ástarsambönd
  • hvernig ástin getur haft áhrif á líðan og hegðun

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • lesa og greina mismunandi kenningar um ástina
  • taka þátt í yfirvegaðri rökræðu og samræðu
  • greina frá kenningum um ástina með eigin orðum og gefa sitt álit á þeim
  • beita gagnrýnni hugsun við eigin skoðanamyndun

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • setja fram sína eigin rökstuddu skoðun um ástina og hvert mikilvægi hennar er
  • geta borið kennsl á jákvæð og neikvæð einkenni ástarinnar
  • vinna með hugmyndir um ástina og tengja við daglegt líf
Nánari upplýsingar á námskrá.is