HEIM2LL05 - Heimspeki og listin að lifa

Heimspeki og listin að lifa

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: Enginn
Farið verður yfir kenningar í heimspeki sem snúast um listina að lifa. Einnig verður samband heimspeki og sálfræði skoðað og hvernig hægt er að nýta aðferðir þessara greina til að efla heilbrigða hugsun. Leiðarljós áfangans er að heimspekin sé aðferð til að takast á við skoðanir: Skýra þær, móta, gagnrýna og tileinka sér. Heimspeki snýst ekki um að sanka að sér endalausum fróðleik - heldur kunna að nýta fróðleik og þekkingu til að "leysa eitthvað af vandamálum lífsins" og efla eigin dómgreind. Viðhorf sem á endanum leiðir til visku - listarinnar að lifa vel. Drjúgur hluti af vinnu nemenda í áfanganum felst í því að takast á við spurningar, hugmyndir, hugtök og rökfærslur með þátttöku í umræðu og með því að leysa verkefni og skrifa stuttar ritgerðir.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

 • völdum heimspekingum og helstu kenningum þeirra
 • meginhugtökum heimspekinnar
 • hvernig lífsviðhorf og gildi hafa áhrif á hvernig við lifum lífi okkar
 • aðferðum til að takast á við hversdagsleg og sammannleg vandamál jafnt sem fræðileg

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

 • lesa heimspekitexta
 • taka þátt í heimspekilegri rökræðu og samræðu
 • greina frá kenningum í heimspeki með eigin orðum og gefa sitt álit á þeim
 • bera saman ólíkar hugmyndir, kenningar og rök til að mynda sér eigin skoðun
 • beita aðferðum heimspekinnar við eigin skoðanamyndun

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 • setja fram skoðanir sínar í ræðu og riti á skýran máta
 • vera gagnrýnin í hugsun, virða skoðanir annarra og tilbúin að taka gagnrýni á uppbyggilegan hátt
 • vinna með flóknar hugmyndir og setja í samhengi við daglegt líf
 • gera sér grein fyrir eigin lífsgildum og viðhorfum
Nánari upplýsingar á námskrá.is