SÁLF2DS05 - Dulsálarfræði

dulsálarfræði

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: Að minnsta kosti einn áfangi á 1. þrepi innan félagsgreina
Kynning á dulsálfræði, viðfangsefnum hennar og rannsóknaraðferðum. Fjallað er um dulræn fyrirbæri og skynjun fólks sem erfitt er að skýra með vísindalegum aðferðum. Meðal þess sem fjallað verður um er hugsanaflutningur, dulskyggni, forspárhæfileikar og hugarorka sem beitt er t.d. til að beygja hluti eða færa þá úr stað. Einnig er litið á rannsóknir sem geta varpað ljósi á spurninguna um líf eftir dauðann. Meðal þess sem skoðað verður á gagnrýninn hátt eru miðlar, sýnir á dánarbeði og endurholdgunarsögur. Auk þess verður dáleiðsla og fyrirbæri henni tengd rædd og krufin. Nemendur kynna sér eitthvert efni að eigin vali og skila því sem ritgerð eða fyrirlestri. Auk þess gera nemendur litlar tilraunir og spreyta sig á því að leita svara með vísindalegum aðferðum. Ýmsar leiðir til blekkinga og sjónhverfinga eru skoðaðar og áhersla lögð á að nemandi myndi sér sjálfstæða, upplýsta skoðun á þessum efnum.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

 • helstu frumkvöðlum í dulsálfræði
 • helstu rannsóknaraðferðum sem notaðar eru í dulsálfræðirannsóknum
 • grundvallarhugtökum í dulsálfræði
 • helstu rannsóknarsviðum dulsálfræðinnar
 • rannsóknum á dulskynjun og átti sig á rökum efasemdamanna á þessu sviði

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

 • tengja saman rannsóknarniðurstöður og kenningar
 • beita kenningum á helstu viðfangsefni dulsálfræðinnar
 • beita hugtökum á viðfangsefni dulsálfræðinnar

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 • leggja mat á rannsóknir í dulsálfræði
 • taka gagnrýna afstöðu til álitamála innan dulsálfræðinnar
 • finna raunhæfar lausnir á viðfangsefnum áfangans
 • meta eigið vinnuframlag og annarra
 • skoða yfirskilvitleg fyrirbæri á gagnrýninn hátt og mynda sér skoðun á efninu
Nánari upplýsingar á námskrá.is