SAGA2VK05 - Víkingarnir, saga og samfélag

Víkingarnir - saga og samfélag

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: SAGA2MN05 (má taka samhliða)
Í áfanganum er farið í sögu víkinga á Norðurlöndunum og helstu þætti uppruna, landnáms, samfélags og menningar. Einnig verður farið í uppbyggingu valds, stjórnarhætti og skipulag. Unnið verður með frumheimildir, söfn, heimildaþætti og síðast en ekki síst verða þættirnir Vikings teknir fyrir. Nemendur læra að greina þættina, hver sé ríkjandi söguskoðun og hvaða efnislegu atriði þáttanna sé vert að afbyggja. Hvað er satt og hvað er ósatt þegar kemur að sögu víkinga?

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • völdum þáttum úr sögu víkinga fyrir tíma landnáms Íslands
  • menningu og helstu menningareinkennum í samfélagi víkinga
  • samfélagi víkinga, stéttaskiptingu innan samfélaga, stjórnarháttum og skipulagi
  • helstu rannsóknum um víkinga
  • mismunandi tegundum heimilda, aðferðum við heimildaleit og grunnþekkingu í heimildarýni

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • nota grundvallarhugtök og kenningar sem fram koma í fræðilegri umræðu um sögu víkinga og menningu þeirra
  • afbyggja ríkjandi söguskoðun

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • meta heimildir og gagnrýna þær
  • koma söguþekkingu sinni og söguskilningi á framfæri með fjölbreyttum hætti
  • geta tekið þátt í skoðanaskiptum og rökræðum með jafningjum um sögu víkinga, menningu og stjórnarhætti.
Nánari upplýsingar á námskrá.is