LEIK1LE05 - Leiklist

Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Forkröfur: Engar
Viðfangsefni áfangans er margir og ólíkir tjáningarmöguleikar mannsins auk tæknilegra vinnubragða við leikræna tjáningu. Í upphafi er áherslan á einstaklings- og hópæfingar til að auka slökun, skynjun, traust og einbeitingu. Farið er í framsögn og raddbeitingu og einnig er unnið með sköpun karaktera. Spuni er töluvert notaður. Nemendur vinna og æfa hópverkefni.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • tjáningarmöguleikum leiklistar
  • tæknilegum atriðum leikrænnar tjáningar
  • karaktervinnu og undirbúningi leikrænna verkefna

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • vinna leikræn verkefni, sem einstaklingur og í hóp
  • nota nauðsynleg tæknileg vinnubrögð í leikrænni tjáningu

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • tjá sig í leiklist
  • geta notið leiklistar sem neytandi
  • virkja sköpunarkraft og hugmyndaflug
Nánari upplýsingar á námskrá.is