ENSK2FB05 - Fantasíubókmenntir í ensku

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Aðalefni áfangans eru fantasíubókmenntir eftir misþekkta höfunda, sbr. J.K. Rowling – Harry Potter and the Philosopher‘s Stone, George R.R. Martin – Game of Thrones og Philip K. Dick – Do Androids Dream of Electric Sheep. Ennfremur fá nemendur tækifæri til að kynna ítarlega önnur verk er falla undir fantasíubókmenntir og skapa eitthvað frá eigin brjósti.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • tjáningarmöguleikum rithöfunda sem skrifa í fantasíustíl
  • persónusköpun í bókmenntum og sjónmiðlum
  • mismunandi frásagnarstíl og sjónarhorni frá bók til sjónmiðils

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • greina mismunandi sjónarhorn fantasíuformsins
  • greina mismunandi gerðir fantasíuheima
  • greina söguform á gagnrýninn hátt með vísun í sögugerðir Propps

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • tjá hugmyndir í riti
  • virkja sköpunarkraft og hugmyndaflug
  • geta betur notið fantasíubókmennta og þekki mismunandi minni bókmenntaverka.
Nánari upplýsingar á námskrá.is