ÍÞRÓ2PH01 - Persónuleg hæfni og heilsurækt

Einingafjöldi: 1
Þrep: 2
Forkröfur: Engar
Fjallað verður um leiðir til að efla persónulega hæfni nemenda til að takast á við áskoranir daglegs lífs. Farið er yfir grunnþætti í markmiðssetningu, slökun, hreyfingu og heilsurækt en einnig aðra þætti sem tengjast andlegu, líkamlegu og félagslegu heilbrigði. Nemendur læra að áttað sig á tengslum líkama og sálar og mikilvægi þeirra í daglegu lífi og fá einnig aukinn skilning á því hvernig streita, hugsanir og lífsstíll hafa áhrif á líkamlega og andlega heilsu.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • tilgangi og uppbyggingu markmiðssetningar
  • mikilvægi slökunar
  • fjölbreyttum leiðum til að tileinka sér slökun
  • hlutverki góðrar líkamsbeitingar og -stöðu
  • streitu og næringu
  • möguleikum í umhverfi og náttúru til líkams- og heilsuræktar

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • setja einstaklingshæfð markmið
  • nýta sér slökun
  • nota fjölbreyttar leiðir til að takast á við erfiðar aðstæður
  • nota aðferðir sem meta eigin styrkleika
  • nýta æfingar og hreyfingar sem stuðla að bættri líkamsbeitingu og -stöðu

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • nýta sér markmiðssetningu til að takast á við persónulegar áskoranir og leysa af hendi krefjandi verkefni daglegs lífs
  • þekkja eigin styrkleika
  • nýta tækifæri sem felast í slökun og nota til þess fjölbreyttar aðferðir
  • takast á við áskoranir daglegs lífs varðandi heilbrigðan lífsstíl.
Nánari upplýsingar á námskrá.is