ÞÝSK3YN05 - Yndislestur

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: ÞÝSK2ÞD05 og/eða ÞÝSK2YN03/05
Lesnir eru ýmiss konar textar, svo sem skáldsögur, smásögur, ljóð, sönglagatextar, kvikmyndir og tímarit. Nemandi vinnur sjálfstætt með textann og kynnir niðurstöður í einkaviðtali við kennara. Skilað er vinnubók sem endurspeglar vinnu nemandans yfir önnina.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • orðaforða texta eins og skáldsagna, smásagna, ljóða, sönglagatexta, kvikmynda og tímarita
  • þýskumælandi löndum og þjóðum

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • setja fram lýsingu á efni viðfangsefnisins hverju sinni á þýsku munnlega og skriflega
  • taka þátt í samræðum um efnið og setja fram eigin skoðun

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • vera þátttakandi í þýskumælandi samfélagi með yfirsýn yfir aðstæður og viðburði samfélagsins hverju sinni
  • skilji ýmis blæbrigði málsins eftir málsvæðum og aðstæðum
  • geti tjáð sig óundirbúið um efni á tungumálinu og lýst skoðun sinni og annarra.
Nánari upplýsingar á námskrá.is