STÆR3GT05 - Tölvuleikjastærðfræði, forritun og tölvugrafík

Tölvuleikjastærðfræði, forritun og tölvugrafík

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: STÆR2LH05
Nemendur læra að búa til og útskýra einfalda tölvuleiki og kvik grafísk tölvuforrit. Tölvugrafík er skoðuð sem mengi punkta í hnitakerfi. Jöfnur og ójöfnur eru nýttar til að búa til myndir og kanna árekstra. Flæði forrits er stjórnað með rökskilyrðum, lykkjum og föllum. Hliðranir, snúningar og vigrar eru notaðir til að herma hreyfingu. Fjölskyldur af ferlum eru notaðar til að búa til áhugaverðar myndir. Nemendur nýta fyrri þekkingu sína á stærðfræði við forritunina og bæta nýrri við.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

 • því hvað tölvuforrit er
 • hvernig tvívíð kvik tölvugrafík er venjulega skipulögð með hnitakerfi, föllum og snúningum, hliðrunum og vigrum
 • flæði forrita með rökskilyrðum, lykkjum og klösum
 • ýmsum föllum og ferlum og stikaformi þeirra
 • hvernig nota má eðlisfræðilögmál til að gera sannfærandi hreyfimyndir

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

 • beita vigrum, færslum, ferlum og föllum til að búa til hreyfimyndir í tölvum
 • tjá sig um og útskýra hvernig það er gert, almennt og um ýmis tiltekin tilfelli
 • beita rökskilyrðum, lykkjum, klösum og öðrum forritunarhugtökum til að búa til gagnvirka tölvugrafík

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 • hanna, forrita og útskýra einfalda tölvuleiki og kvik grafísk líkön með vísan í hugtök úr stærðfræði og tölvunarfræði
 • ígrunda, rökstyðja og gagnrýna ólíkar lausnir á hönnunar- og forritunarverkefnum
 • skapa tölvuleik eða annað grafískt og gagnvirkt tölvuforrit og nýta til þess eigin frumleika, innsæi og fyrri þekkingu.
Nánari upplýsingar á námskrá.is