ERLE2HO05 - Erlend samskipti: Holland

Erlend samskipti: Holland

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: Engar
Áfanginn er samstarfsverkefni Kvennaskólans í Reykjavík og Sintermeerten skólans í Heerlen í Hollandi. Um er að ræða nemendaskipti og er verkefnið styrkt af Comenius. Í áfangunum bera nemendur saman þessar tvær þjóðir með áherslu á menningu og tungumál. Nemendur skoða þróun málanna tveggja og stöðu þeirra í dag, menningu og listir, nafnasiði og þá skólamenningu sem ríkir í hvoru landi fyrir sig.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

 • hollenskri menningu
 • skólastarfi í þeim skóla sem heimsóttur er og skólastarfi almennt í Hollandi
 • grunnorðaforða hollensku
 • þeim siðum og venjum sem tíðkast í Hollandi
 • þeim mun sem er á þróun annars vegar íslenskrar tungu og hins vegar hollenskrar og stöðu þessara tungumála í dag
 • þeim nafnasiðum sem tíðkast á Íslandi og Hollandi
 • þeim landfræðilega mun sem er á Íslandi og Hollandi og þau áhrif sem lega lands getur haft á þróun tungumáls og menningar

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

 • vinna með fólki af öðru þjóðerni með ensku sem samskiptamál
 • eiga í hversdagslegum samskiptum við fólk af öðru þjóðerni
 • kynna sér menningu og þjóð annarra landa
 • kynna sér önnur tungumál, þróun þeirra og stöðu
 • kynna eigið land og þjóð fyrir fólki af öðru þjóðerni
 • afla sér á margvíslegan hátt upplýsinga um annað land, þjóð þess, menningu og tungumál og vinna úr þeim upplýsingum

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 • geta borið saman ólík lönd og þjóðir, menningu þeirra og tungumál
 • koma þekkingu sinni og skilningi á framfæri á margvíslegan hátt
 • nýta kunnáttu sína í ensku í umræðu, vinnu með öðrum og kynningum
 • ferðast til annarra landa og njóta þeirrar upplifunar.
Nánari upplýsingar á námskrá.is