HAGF1FL05 - Fjármálalæsi

Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Forkröfur: Engar
Í áfanganum er farið í gildi fjármála fyrir einstaklinginn, fyrirtækið og samfélagið. Lögð verður áhersla á fjármálalæsi sem hagnýta fræðigrein sem nýtist öllum í námi og starfi. Í áfanganum er fjallað um tilvistarspeki og eðli frelsis og ábyrgðar á sviði fjármála, eðli kapítalísks markaðshagkerfis, eðli peninga, fjármálastofnanir, tekjur, útgjöld, sparnað, lánamál, peningaáhyggjur, fjármál lítils fyrirtækis og grunnatriði persónuþróunar hvers einstaklings. Áfanginn er góður undirbúningur undir félagsvísindanám, viðskiptafræðinám og háskólanám í hagfræði.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • grunnþáttum hagkerfisins
  • algengum misskilningi og rangfærslum um eðli fjármála einstaklinga
  • grunnþáttum fjármála einstaklings, þ.e. eðli tekna, sparnaðar og lána
  • eðli frelsis og ábyrgðar einstaklingsins í nútímasamfélagi

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • fara með peninga í samræmi við eigin markmið í lífinu
  • greina fjármálahugtök
  • geta tekið skynsamlegar ákvarðanir um lán og sparnað
  • temja sér persónuþróun á sviði fjármála

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • leggja mat á upplýsingar um efnahagsmál
  • taka þátt í daglegri fjármálaumræðu út frá faglegu sjónarmiði
  • tengja undirstöðuþekkingu í fjármálum við þróun efnahagsmála
  • afla sér frekari þekkingar um fjármál og geta nýtt sér upplýsingatækni og Netið við öflun upplýsinga og lausn verkefna sem tengjast fjármálaviðfangsefnum.
Nánari upplýsingar á námskrá.is