ENSK3TO05 - Tolkien - Upphafið

Tolkien

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: ENSK2UK05
Námskeiðið byggir á völdum verkum úr smiðju J.R.R. Tolkien. Unnið verður með texta Tolkiens, bæði skáldaðan og einkabréf sem hafa verið birt að honum látnum. Verk sem Tolkien horfði til í skáldsköpun sinni verða kynnt og nemendur kynna sér einnig bakgrunn og bera saman verur sem Tolkien skóp við það sem hafði áður birst í bókmenntaverkum. Einnig verður fjallað um túlkun verka Tolkiens í kvikmyndum Peter Jacksons.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

 • hvernig Tolkien skapaði söguheim sinn
 • rithöfundinum J.R.R. Tolkien og bakgrunni hans
 • uppsprettum hugmynda og tungumáls Tolkiens
 • áhrifum Tolkiens á bókmenntir og kvikmyndir síðustu áratuga

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

 • tengja söguheim og persónur Tolkiens í samhengi við raunheim
 • greina stíl Tolkiens og málsköpun
 • greina samhengi verka Tolkiens við sögu og samfélag 20. aldarinnar
 • greina gildi verka Tolkiens fyrir samtímamenn hans og seinni kynslóðir
 • fjalla um verk Tolkiens og túlkun annarra á þeim á gagnrýninn og fræðilegan hátt

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 • rita texta sem uppfyllir lágmarkskröfur um fræðilegan orðaforða
 • afla sér fræðilegra heimilda á gagnrýninn hátt
 • setja fram umfjöllun, munnlega og skriflega, þar sem dregin eru fram aðalatriði og rökstuðningur með nokkuð nákvæmum dæmum
 • taka þátt í skapandi og fræðilegum umræðum um Tolkien og verk hans.
Nánari upplýsingar á námskrá.is