LÍFF2HE05 - Heilsa mannsins

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: LÍFF1GF04
Í þessum valáfanga í líffræði fyrir félags- og hugvísindabraut er sjónum beint að heilsufræði mannsins. Fjallað er um helstu efnisflokka sem við erum gerð úr, líffærakerfi mannsins, næringu og fósturþroska sem og áhrif lífsstílstengdra sjúkdóma og vímuefna á líkama okkar. Helstu efnisþættir eru: Efnafræði lífsins, gerð og starfsemi meltingarfæra, öndunarfæra, húðar, úrgangslosunarkerfis, taugakerfi og æxlunarkerfi, fósturþroski, næring og heilbrigði, gerð og starfsemi ónæmiskerfis, lífsstílstengdir sjúkdómar og vímuefni. Lögð er áhersla á að nemendur öðlist þekkingu á grundvallaratriðum í líkamsstarfsemi mannsins, öðlist skilning á samspili næringar og heilsu og geti beitt þessari þekkingu bæði til áframhaldandi náms á heilbrigðissviði og í daglegu lífi.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • efnafræði lífsins
  • helstu líffærakerfum mannsins
  • æxlun og fósturþroskun
  • næringu mannsins
  • samspili næringar og heilsu
  • lífsstílstengdum sjúkdómum
  • vímuefnum

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • lesa líffræðilegar upplýsingar úr máli og myndum
  • skoða vefi og líffæri
  • lesa í samspil mismunandi líffærakerfa við stjórn líkamsstarfseminnar
  • meta áhrif lífshátta á heilbrigða þroskun og starfsemi líkamans

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • auka skilning á líffræði- og heilbrigðisfræðilegum viðfangsefnum
  • leggja gróft mat gagnrýninn hátt á upplýsingar sem tengjast líffræðilegum viðfangsefnum í samfélaginu
  • tengja þá þekkingu sem hann hefur aflað sér í áfanganum við daglegt líf og umhverfi og sjái notagildi þess
  • taka ábyrgð á eigin lífi m.t.t. heilbrigðisfræðilegra þátta.
  • afla sér frekari þekkingar á sviði líffræði og heilbrigðisfræði.
Nánari upplýsingar á námskrá.is