HEIM3KL05 - Klassísk rit í heimspeki

klassísk rit í heimspeki

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: HEIM2IH05, SAGA2MN05 eða sambærilegir áfangar
Áfanginn er í famhaldi af grunnáfanga en á 3. þrepi. Í stað þess að einbeita sér að grunnatriðum eru kennd klassísk rit í heimspeki, s.s. Frelsið eftir J. S. Mill, Síðustu dagar Sókratesar eftir Platon, Hugleiðingarnar eftir Descartes og sambærileg rit. Kennslan fer fram í samræðuformi – hringborðsumræðum, þar sem æfð er rökgreining, rökræða, virðing fyrir skoðunum og skapandi hugsun. Nemendur skrifa stuttar ritgerðir um valin efni og flytja stuttar kynningar um einstaka heimspekinga, þemu og kenningar. Í stað þess að kynna allar undirgreinar heimspekinnar, eins og gert er í grunnáfanganum, þá er hér farið nánar í eina eða fleiri undirgrein, allt eftir því hvaða klassískir textar eru valdir. Líklegast er að fyrir valinu verði siðfræði, þekkingarfræði, rökfræði og frumspeki. Kennari hefur því val um að fara nákvæmar í eina af þessum meginundirgreinum heimspekinnar.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

 • sérstöðu fræðigreinarinnar heimspeki meðal vísindanna
 • grundvallaratriðum megingreina innan heimspekinnar sjálfrar, sérstaklega siðfræði, þekkingarfræði, rökfræði og frumspeki
 • helstu heimspekingum sögunnar og stefnum þeirra
 • helstu aðgreiningum, kenningum og lögmálum heimspekinnar

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

 • beita heimspekinni á ólík vandamál, hvort sem þau eru siðferðilegs eðlis eða þekkingarfræðileg
 • aðgreina heimspekileg vandamál frá öðrum vandamálum
 • beita heimspekilegri nálgun á klassíska texta
 • taka þátt í heimspekilegri rökræðu, bæði með virkri hlustun og rökstuddri afstöðu

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 • taka þátt í heimspekilegri rökræðu, bæði með því að beita gagnrýninni hugsun, virða skoðanir annarra og vera tilbúinn til að taka gagnrýni á uppbyggilegan máta
 • yfirfæra það sem hann lærir yfir á sambærileg svið
 • draga ályktanir út frá þeim grunni sem áfanginn byggir á
 • taka siðferðilega afstöðu til mála út frá þeim grunni sem áfanginn byggir á.
Nánari upplýsingar á námskrá.is