FÉLA2ST04 - Stjórnmálafræði

Einingafjöldi: 4
Þrep: 2
Forkröfur: Grunnáfangi í félagsvísindum
Í áfanganum er stjórnmálafræðin kynnt sem fræðigrein. Lögð er áhersla á að nemendur öðlist skilning á helstu hugtökum sem notuð eru í fræðigreininni og læri að greina helstu hugmyndastrauma stjórnmálanna. Helstu stjórnmálastefnur verða kynntar og greindar út frá „vinstri-hægri“ kvarðanum og lagt mat á þær út frá afstöðu þeirra til breytinga og gilda. Stefnt er að því að nemendur geti lagt gagnrýnið mat á átök í stjórnmálum og að þeir geti rökstutt slíkt mat. Loks verður fjallað sérstaklega um íslensk stjórnmál og stjórnmálaflokka.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • helstu viðfangsefnum stjórnmálafræðinnar
  • helstu hugtökum stjórnmálafræðinnar: Þjóðernisstefnu, stjórnkerfi, vald, fullveldi, mannréttindi og lýðræði
  • helstu hugmyndakerfum stjórnmálanna (róttækni, frjálslyndi, íhaldsstefnu, afturhaldsstefnu, stjórnleysisstefnu og femínisma)
  • hvernig stjórnkerfum og stjórnmálastefnum er ætlað að leysa samfélagsleg viðfangsefni
  • íslenska stjórnkerfinu og þróun íslenskra stjórnmála

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • beita hugtökum stjórnmálafræðinnar á raunveruleg viðfangsefni hér á landi og erlendis
  • greina á milli og meta ólíkar kenningar um stjórnkerfi og hugmyndarstefnur
  • afla upplýsinga sem tengjast íslenskum stjórnmálaflokkum, greina þær og setja í fræðilegt samhengi

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • geta útskýrt hvernig stjórnmál hafa áhrif á líf hans og aðstæður
  • geta tekið þátt í rökræðum um samfélagsleg álitamál er tengjast stjórnmálum
  • geta fundið og notað upplýsingar um stjórnmál hér á landi og erlendis
  • meta eigin frammistöðu og annarra á gagnrýninn hátt
Nánari upplýsingar á námskrá.is