VEÐU3VL05 - Veður- og veðurfarsfræði, loftslagsmál í erlendu samstarfi

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: JARÐ1AJ05, EFNA1FH03, UMHV2UM05, STÆR2FH05, STÆR2GN05, ENSK2E105 eða sambærilegir áfangar
Efna- og orkubúskapur loftshjúps jarðar, loftþrýstingur, vindar, geislun, úrkoma. Veður, veðrakerfi og veðurfar. Veðurkort og veðurspár, hæðir og lægðir. Veðurfarsleg fyrirbæri s.s. þrumur og eldingar, skýstrokkar, fellibyljir og stormar. Loftslagsbreytingar og áhrif mannsins. Loftslags- og gróðurbelti jarðar. Efnaskipti lofts og sjávar. Samspil veðrakerfa og hafstrauma. Nemendur taka þátt í alþjóðlegu samstarfsverkefni um loftslagsmál „Youthinkgreen“ þar sem unnin eru verkefni og leyst viðfangsefni sem tengjast loftsmálum og sjálfbærum lausnum á alþjóðavettvangi. Verkefni eru unnin með hjálp margmiðlunar og sumt af því sem hópurinn vinnur er sett á heimasíðu samtakanna „Youthinkgreen“. M.a. munu nemendur vinna video-blogg auk hefðbundnari verkefnaskila. Nemendur taka þátt í fjögurra daga vinnubúðum þar sem loftslagsbreytingar af manna völdum eru til umfjöllunar. Vinnubúðirnar eru skipulagðar af „Youthinkgreen“ og miða að því að búa nemendur undir að kynna hugmyndir og lausnir á loftslagsvanda á alþjóðavettvangi og nota til þess nútímamiðla, s.s. internet , á skapandi hátt. Einnig stendur nemendum til boða að taka þátt í vettvangsferð til Þýskalands þar sem farið verður í kynnisferðir í bílaverksmiðjur, stofnanir og fyrirtæki sem vinna að sjálfbærum lausnum á loftslagsvanda af mannavöldum. Gert er ráð fyrir að farið verði í nokkrar heimsóknir og námskynningar í stofnanir innanlands. Kennsluaðferðir miða að því að auka sjálfstæði og ábyrgð nemenda á eigin námi og virkja sköpunargáfu þeirra í margvíslegum og ólíkum viðfangsefnum. Nemendur velja verkefni og vinna sjálfstætt einir eða í hóp. Auk þess sem nemendur vinna mánaðarleg verkefni á vegum „Youthinkgreen“. Verkefni miða að því að auka skilning og áhuga nemenda á veðurfari, umhverfi og náttúru hér heima og setja þau í samhengi við sameiginlega vegferð jarðarbúa.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • viðfangsefnum veðurfræðinnar og hagnýtingu
  • aðferðum, mælitækjum og einingum sem notuð eru í veðurfræði
  • efnasamsetningu, lagskiptingu og eðliseiginleikum lofthjúps jarðar
  • loftþrýsingi og hreyfingu loftmassa, mælingum, nýtingu og einingum
  • vindakerfi jarðar og vindafari á Íslandi
  • skýjaflokkun, skýjum í lægðum og hæðum
  • veðurkortagerð, táknum og tækjum, veðurspám
  • árstíðum, orsökum og samhengi við veðurfar
  • ýmsum veðurfarslegum fyrirbærum
  • loftslagsbeltum jarðar
  • hafstraumum
  • hringrásum efna í vistkerfum jarðar
  • loftmengun og breytingum á loftslagi
  • loftslagsbreytingum af manna völdum
  • sjálfbærni og lausnum sem miða að minnkun gróðurhúsaáhrifa
  • alþjóðlegum samþykktum og ráðstefnum sem fjalla um loftslagsmál

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • skipuleggja úrlausn verklegra æfinga sem tengjast veðri og umhverfi
  • skrá skipulega og greina mæliniðurstöður
  • lesa úr veðurkortum
  • greina ský og nýta skýjamyndanir til að segja til um veður
  • gera grein fyrir loftslagsbreytingum af mannavöldum á opinberum vettvangi
  • taka upp kynningarefni á myndbandsvél, klippa og setja saman
  • setja kynningarefni á netið (video-blogga)

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • lesa af mælitækjum sem notuð eru til veðurmælinga og túlka
  • spá fyrir um veður af nokkru öryggi
  • sjá samhengi og áhrif lifnaðarhátta á loftslag
  • leggja mat á upplýsingar um veðurfyrirbæri
  • meta mögulegar veðurfarslegar ógnir
  • leggja mat á veðurfræðilegar upplýsingar sem nýtast í daglegu lífi
  • meta fjölbreytni íslensks veðurfars
  • koma fram fyrir hóp af fólki og gera grein fyrir þekkingu sinni og skoðunum á loftslagsmálum bæði á íslensku og ensku
  • taka þátt í upplýstri umræðu um sjálfbærni og loftslagsmál
  • nýta skapandi eiginleika til að útskýra og koma á framfæri upplýsingum um sjálfbærni og loftslagsbreytingar af manna völdum
  • vinna í hóp með fólki hvaðanæva að úr heiminum að skapandi lausnum á vandamálum tengdum loftslagsbreytingum af mannavöldum
Nánari upplýsingar á námskrá.is