LÍFS1NÝ01 - Nýnemafræðsla

Einingafjöldi: 1
Þrep: 1
Forkröfur: Engar
Í áfanganum er áhersla lögð á að nemendur geri sér grein fyrir námskröfum skólans og aðlagist vel nýju skólastigi og skólaumhverfi. Farið er í skipulagningu á tíma og námi og kynntar eru árangursríkar námsaðferðir sem nemendur eiga að nýta í námi sínu í hinum ýmsu námsgreinum. Áhersla er lögð á að hver og einn átti sig á eigin vinnulagi, styrkleikum og veikleikum í námi og hvernig megi bæta árangur. Áhersla er á hópefli, æfingar og verkefni til að efla einstaklingana og samskipti í bekk.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • námskröfum skólans
  • aðferðum til að skipuleggja tíma og nám
  • árangursríkum námsaðferðum
  • leiðum til að efla sjálfsmynd og eiga góð samskipti við aðra

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • nýta tíma sinn vel og nota námsaðferðir sem skila árangri
  • setja sér markmið sem námsmaður og einstaklingur
  • eiga góð samskipti við aðra

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • efla styrkleika sína og vinna að því að þeir nýtist sem best
Nánari upplýsingar á námskrá.is