NÁMS1NS02 - Stúdentspróf – og hvað svo?

stúdentspróf - og hvað svo?

Einingafjöldi: 2
Þrep: 1
Forkröfur: Engar
Í áfanganum er unnið að því að nemendur séu vel í stakk búnir til að marka sér framtíð og bera ábyrgð á þeirri leið sem þeir kjósa eftir að Kvennaskólanum sleppir. Kenndar eru leiðir til að efla sjálfsþekkingu og að taka ákvarðanir á yfirvegaðan hátt. Áhersla er lögð á að nemendur séu meðvitaðir um þá óþrjótandi möguleika sem í boði eru í framhaldsnámi hérlendis og erlendis og þekki leiðir til að afla upplýsinga á þessu sviði. Lögð er áhersla á að nemendur geri sér grein fyrir samhengi menntakerfis og vinnumarkaðar og þekki nokkur einkenni íslensks vinnumarkaðar.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • kenningu John Hollands um áhugasvið
  • leiðum til að efla styrkleika og vinna með veikar hliðar
  • gerð náms- og starfsferilsskráa
  • framboði á framhaldsnámi hérlendis og erlendis og leiðum til að afla upplýsinga um nám og störf

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • finna upplýsingar um nám og störf og átta sig á kröfum sem gerðar eru til einstaklinga í mismunandi námi og störfum
  • skoða ólík störf og starfsumhverfið sem þeim tengist

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • til að þróa náms- og starfsferil sinn á uppbyggilegan hátt
  • stýra fjármálum sínum með ábyrgum hætti
  • nýta styrkleika sína sem best
Nánari upplýsingar á námskrá.is