HAND1PR02 - Prjón

Einingafjöldi: 2
Þrep: 1
Forkröfur: Engar
Kynnt eru tæki og efni sem unnið er með í prjóni og nemendur velja sér síðan verkefni til að vinna að. Nemendur hanna á sig prjónaflík og útfæra uppskrift fyrir hana. Lögð er áhersla á skapandi hugsun í útfærslu og einnig vönduð og sjálfstæð vinnubrögð.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • prjóni og prjónlesi
  • undirbúningi fyrir prjónaskap

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • prjóna með mismunandi (vinnu)aðferðum
  • nýta sér mismunandi (hrá)efni í prjóni
  • útbúa vinnulýsingu að prjónuðum flíkum/hlutum sem hann fær hugmynd að
  • nota vönduð og öguð vinnubrögð

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • leita nýrra hugmynda til prjóns
  • geta útfært hugmyndir sem hann fær yfir í prjónaða flík/hlut
  • geta prjónað flík eftir vinnulýsingu
Nánari upplýsingar á námskrá.is