LATÍ2AL05 - Latína - ,,allar leiðir liggja til rómar“

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: Engar
Í áfanganum verður latína kynnt á áhugaverðan hátt út frá ýmsum hliðum. Fjallað verður um mikilvæga kafla úr sögu Rómarveldis og áhrif þess. Þekktum persónum og tímabilum verða gerð skil. Farið verður í uppbyggingu latínunnar og léttir textar á latínu bornir saman við mál eins og ensku, frönsku og íslensku. Skoðað verður hvernig latínan tengist ensku en um helmingur af enska orðaforðanum á rætur að rekja til latínunnar. Kynnt verða latnesk hugtök, sem tengjast t.d. fræðigreinum eins og læknisfræði og lögfræði, sem eru enn í fullu gildi innan þessara fræðigreina. Nokkrar frægar tilvitnanir verða kenndar, t.d. „praeterea censeo Carthaginem esse delendam,“ (þýðist: Auk þess legg ég til að Karþagó verði lögð í eyði) en með þeim orðum lauk Cató gamli öllum sínum ræðum í Öldungaráðinu og skipti þá engu um hvað ræðan fjallaði. Áfanginn er 5 feiningar og munu þrír kennarar koma að kennslunni sem byggist meðal annars á fyrirlestrum og sjálfstæðri vinnu nemenda þar sem þeir nýta sér ýmsar heimildir í náminu svo sem bækur, veraldarvefinn og kvikmyndir.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • mikilvægum þáttum úr sögu Rómarveldis og áhrifum þeirra, einkum í byggingarlist, bókmenntum og sagnfræði
  • uppbyggingu latínu og mikilvægi hennar fyrir önnur tungumál eins og ensku, íslensku og frönsku
  • latneskum fræðiheitum sem er að finna í fræðigreinum eins og læknisfræði, náttúrufræði og lögfræði

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • greina rómverskan byggingarstíl og átta sig á þeirri byggingatækni sem Rómverjar höfðu yfir að ráða
  • átta sig á mikilvægi rómverskrar menningar fyrir síðari tíma
  • lesa frumheimildir frá tíma Rómarveldis og setja þær í sögulegt samhengi
  • átta sig á sérkennum latínu og uppbyggingu hennar
  • átta sig á hvað greinir latínu frá tungumálum eins og íslensku, ensku og frönsku
  • skilja hvernig fræðiorð í latínu hafa verið tekin upp í hinum ýmsu fræðigreinum

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • breikka og dýpka þekkingu sína á sögu Rómverja, latínunni og latneskum hugtakaforða eins og hann birtist í hinum ýmsu fræðigreinum
Nánari upplýsingar á námskrá.is