FJÖL3MY05 - Myndveruleikinn

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: FJÖL2FF05
Viðfangsefni áfangans er það svið fjölmiðlafræðinnar sem kallað hefur verið myndveruleikinn, þ.e. sú myndræna bylting sem átt hefur sér stað í ólíkum fjölmiðlum. Raunveruleikinn í dag er mjög myndrænn, hvort sem átt er við blöð, bækur, sjónvarp, tölvuleiki, kvikmyndir eða netið almennt. Grunnur áfangans er myndin og myndmálið. Nemendur kynnast sögu myndvæðingar frá textagerð til myndvæðingar, kynnast eðli ólíkra myndmiðla, allt frá málverkum til ljósmynda (tísku-, frétta- og auglýsingaljósmyndir) og hreyfimyndum (kvikmyndir, sjónvarp, auglýsingar, netið). Nemendur vinna með ólíka þætti myndmálsins og leggja mat á ólíkan áhrifamátt myndmálsins.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • undirstöðum fjölmiðlafræðinnar, sérstaklega þeirri byltingu sem myndvæðingin er
  • sögu myndvæðingar frá hellalist til nútímans
  • myndinni sem slíkri, uppbyggingu myndarinnar t.d. í ljósmynd eða málverki
  • helstu áhrifaþáttum myndmálsins, þ.e. hvernig það virkar á áhorfendur
  • einum þætti myndmálsins sérstaklega, s.s. auglýsingum, málverkum eða kvikmyndum

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • vinna með helstu grunnhugtök myndgreiningar
  • þekkja helstu myndmiðlana
  • afla upplýsinga um a.m.k. eitt svið myndmiðla og greina það vandlega
  • geta sett fram helstu niðurstöður á skiljanlegan og markvissan hátt

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • vinna úr einstökum dæmum og leggja sjálfstætt mat á þau
  • sýna sjálfstæði, t.d. hafa frumkvæði að því að velja sér verkefni og vinna að þeim á ábyrgan hátt
  • álykta um gæði og galla þeirra heimilda sem unnið er með
  • leggja siðferðilegt mat á þau áhrif sem myndvæðingin felur í sér
Nánari upplýsingar á námskrá.is