ERLE2SK05 - Saga, menning og stjórnkerfi skotlands

menning og stjórnkerfi skotlands, saga

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: ENS3A05, FÉV1A06 og SAG2A05
Áfanginn er samstarfsverkefni ensku-, sögu- og félagsfræðideilda. Í þessum áfanga undirbúa og skipleggja nemendur ferð til Skotlands sem væntanlega verður farin á opnum dögum á vorönn. Í áfanganum er farið í sögu, menningu og stjórnkerfi Skota. Sérstök áhersla er lögð á að nemendur greini samfélagsmynd Skotlands eftir tímabilum og öðlist þekkingu á Skotlandi, þjóðareinkennum og sjálfsmynd þjóðarinnar. Nemendur lesa heimildir, rýna í heimilda- og kvikmyndir auk þess sem þeir vinna verkefni um sögu, stjórnkerfi og menningu. Í lokin verður farin námsferð til Skotlands sem nemendur undirbúa og skipuleggja m.a. með fjáröflun fyrir ferðina. Gerðar eru strangar kröfur um mætingu og verkefnaskil. Nemendur áfangans greiða allan kostnað ferðarinnar.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

 • ýmsum sviðum og helstu áhrifavöldum í sögu og sjálfstæðisbaráttu Skota
 • skoska stjórnkerfinu og þróun skoskra stjórnmála
 • menningu, félagslegri og efnahagslegri stöðu fólks í Skotlandi með áherslu á Glasgow og Edinborg
 • mismunandi mállýskum í ensku

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

 • sjá tengsl fortíðar og nútíðar og samhengið milli tímabila, svæða og sviða
 • afla og vinna úr heimildum um viðfangsefnið bæði á íslensku og ensku
 • greina sögulegt, félagslegt, menningarlegt og stjórnmálalegt samhengi í bókmenntatextum
 • skipuleggja vettvangsferð á staði í Glasgow sem tengjast sögu, menningu og stjórnkerfi Skotlands til að kynnast þeim að eigin raun
 • kynna staði og/eða fyrirbæri sem tengjast sögu, menningu og stjórnkerfi Skotlands fyrir öðrum
 • átta sig á mismunandi mállýskum í ensku í töluðu og rituðu máli

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 • geta hlustað á talað mál og skilið merkingu þess
 • geta hlustað á og lesið ensku og skilið merkingu málsins
 • hafa trú á eigin málkunnáttu í ensku
 • geta tekið þátt í skoðanaskiptum og rökræðum um sögu, menningu og stjórnkerfi Skotlands
 • koma þekkingu sinni og skilningi á framfæri með fjölbreyttum hætti bæði á íslensku og ensku
 • leggja mat á eigin frammistöðu og annarra í verkefnavinnu
Nánari upplýsingar á námskrá.is