SÁLF3FP05 - Félags- og perónuleikasálfræði

félags- og perónuleikasálfræði

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: SÁLF2IS05 eða fyrsti áfangi í félagsvísindum og a.m.k. einn félagsvísindaáfangi á 2. þrepi t.d. í sálfræði, félagsfræði eða uppeldisfræði
Í áfanganum er fjallað um helstu mótunaráhrif á persónuleika fólks út frá sálfræðilegu sjónarmiði. Hugtakið persónuleiki er brotið til mergjar og ýmsir persónuleikaþættir skoðaðir sérstaklega. Þá verður fjallað um félagslega hegðun og viðhorf fólks í tengslum við samskipti sem hafa mótandi áhrif á persónuleikann. Fjallað verður sérstaklega um náin sambönd, samskipti t.d. á vinnustað og hugsanleg tengsl milli persónuleikaþátta og veikinda eða hamingju í lífinu. Áhrif netheima á þróun samskipta og persónuleikaþroska fólks eru skoðuð og nemendur fá tækifæri til að skoða sín eigin persónuleikaeinkenni og greina styrkleika sína.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

 • persónuleikahugtakinu og helstu mótunaráhrifum á persónuleika fólks
 • mismunandi nálgun sálfræðinnar á persónuleika og hegðun fólks bæði í samskiptum við umhverfi sitt og annað fólk
 • völdum hugtökum og kenningum innan félags- og persónuleikasálfræðinnar
 • framlagi félags- og persónuleikasálfræðinnar innan sálfræðinnar

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

 • miðla sérhæfðri færni með því að beita almennum og sértækum vinnubrögðum, verkfærum og aðferðum félagssálfræðinnar
 • afla upplýsinga, greina þær og setja í fræðilegt samhengi
 • nýta fræðilegan texta á íslensku og erlendu tungumáli
 • miðla fræðilegu efni skýrt og skilmerkilega í ræðu og riti

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 • vinna úr rannsóknargögnum og leggja á þau mat
 • sýna frumkvæði að raunhæfum lausnum
 • beita skapandi hugsun við lausnamiðað nám
 • meta eigin frammistöðu og annarra á gagnrýninn hátt
 • geta tekið þátt í rökræðum um málefni sem tengjast félags- og persónuleika sálfræði
Nánari upplýsingar á námskrá.is