STÆR2LH05 - Lotubundin föll, hornaföll og vigrar o.fl.

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: STÆR2GN05
Lotubundin föll, hornaföll og vigrar, tengsl algebru og rúmfræði, jafna hrings og sporbaugs, hornafallareglur. Yrðingarökfræði og talningarfræði.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • lotubundnum föllum og hornaföllum
  • sönnunum á helstu reglum í námsefninu
  • undirstöðureglum talningarfræðinnar, tvíliðustuðlum og Pascalsþríhyrningnum
  • jöfnum hrings og sporbaugs
  • hornafræði þríhyrninga, stefnuhorni línu, sínusreglu, kósínusreglu og flatarmálsreglu
  • almennri skilgreiningu hornafalla, bogamáli og umritunarreglum hornafalla
  • vigurreikningi í sléttum fleti, summu, mismun og innfeldi tveggja vigra og lengd vigurs, horni milli vigra, samsíða og hornréttum vigrum
  • rétthyrndum hnitum og pólhnitum

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • sanna reglur og fylgja röksemdafærslum
  • reikna með vigrum
  • meðhöndla hornaföll og hornafallareglur
  • leysa talningarfræðileg vandamál
  • meðhöndla lotubundin föll og gröf þeirra, finna t. d. lotu og útslag

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • skrá lausnir sínar skipulega, skiptast á skoðunum við aðra um þær og útskýra hugmyndir sínar og verk skilmerkilega á viðeigandi hátt
  • átta sig á nauðsynlegum og nægjanlegum skilyrðum fyrir lausn verkefna
  • skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og vinna með þau
  • geta fylgt og skilið röksemdir og röksamhengi í mæltu máli og texta, þar með taldar sannanir í námsefni
  • beita skipulegum aðferðum við að leysa úr viðfangsefnum og þrautum, s. s. út frá þekkingu á lausnum svipaðra þrauta, unnið til baka frá þekktum stærðum eða með því að setja upp jöfnur
  • taka ákvarðanir í sértækum verkefnum
Nánari upplýsingar á námskrá.is