ÞÝSK2ÞD05 - Þýska 4

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: ÞÝSK1ÞC05
Byggt er markvisst á þeirri kunnáttu sem nemendur hafa nú þegar tileinkað sér. Áfram er unnið með alla færniþættina með aukinni áherslu á munnlega tjáningu. Textar verða lengri og þyngri og unnið er með ákveðin þemu og mismunandi textaform, s.s rauntexta, bókmenntaefni, hlustunarefni og kvikmyndir. Nemendur vinna að hluta til sjálfstætt, m.a. verkefni að eigin vali. Orðaforði eykst og farið er í nokkur ný málfræðiatriði. Enn er unnið að því að bæta þekkingu nemenda á þýskumælandi löndum og þjóðum og sérstaklega fjallað um skiptingu og sameiningu Þýskalands. Í því skyni lesa nemendur léttlestrarbókina Im Irrenhaus en þá bók lesa þeir sjálfstætt heima og undirbúa til lesskilningsprófs og munnlegs prófs. Þá horfa nemendur á kvikmynd sem fjallar um sama þema og skrifa tímaverkefni um efni myndarinnar. Með þessari umfjöllun og úrvinnslu reynir allnokkuð á sjálfstæð vinnubrögð nemenda. Kröfur eru gerðar um sjálfstæð vinnubrögð, t.d. við lestur, notkun orðabóka og netsins.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • þeim orðaforða sem nauðsynlegur er til að mæta hæfniviðmiðum áfangans
  • ólíkum textagerðum, s.s. skáldsögum, smásögum, kvikmyndum og hlustunarefni
  • grundvallarþáttum málkerfisins
  • mannlífi og menningu í löndum þar sem þýska er töluð sem móðurmál og fengið nokkra innsýn í það sem þar er efst á baugi hverju sinni

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • skilja talað mál um kunnugleg efni og greina aðalatriði í fjöl- og myndmiðlum þegar fjallað er um afmörkuð málefni
  • lesa margs konar gerðir texta og vinna úr þeim á mismunandi hátt eftir því hver tilgangur með lestrinum er hverju sinni
  • afla sér hagnýtra upplýsinga, taka þátt í samræðum um afmörkuð undirbúin efni og um efni sem hann þekkir
  • segja frá á skýran hátt, í nútíð og liðinni tíð, og halda stutta kynningu á undirbúnu efni með því að beita framburði og málnotkun á sem réttastan hátt
  • skrifa styttri samfelldan texta, t.d. samantekt úr kvikmynd eða ýmsum textum, draga ályktanir og tjá eigin skoðanir
  • nota upplýsingatækni og hjálpargögn, svo sem orðabækur, við ritun texta

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • fjalla á nokkuð ítarlegan hátt, munnlega og skriflega, um efni sem hann hefur kynnt sér og tjá eigin skoðanir og persónulega reynslu
  • tjá sig á þýsku við ýmsar aðstæður í almennum samskiptum og leysa úr málum sem upp geta komið
  • tileinka sér aðalatriðin í samtölum og frásögnum
  • tileinka sér efni mismunandi texta og geta dregið ályktanir ef efnið er kunnuglegt
  • geta metið eigið vinnuframlag og annarra
  • tileinka sér jákvætt viðhorf til þýskunnar og hafa trú á eigin kunnáttu
Nánari upplýsingar á námskrá.is