ENSK3BÓ05 - Bókmenntir 20. aldar

bókmenntir 20. aldar

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: ENSK3BR05
Í áfanganum er lögð áhersla á auknar kröfur um sjálfstæð vinnubrögð nemandans. Leitast er við að kynna fyrir nemendum þekkt bandarísk og bresk bókmenntaverk og kvikmyndir frá 20. öld og tengja þau þeirri menningu og því samfélagi sem þau eru sprottin úr. Lögð er áhersla á ritun svo sem ritun gagnrýninna bókmenntaritgerða og skapandi ritun á ensku svo sem samningu ljóða, smásagnagerð eða leikritun og flutning eigin verka.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

 • enskum seinni tíma bókmenntum, stefnum og stílbrögðum
 • þróun viðhorfa og samfélagsgilda á 20. öld
 • mismunandi stefnum og straumum í bókmenntum 20. aldar
 • helstu hugtökum í bókmenntafræði

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

 • lesa sér til fræðslu og/eða ánægju texta sem gera miklar kröfur til lesandans, ýmist hvað varðar orðaforða og uppbyggingu eða myndmál og stílbrögð í seinni tíma bókmenntaverkum
 • greina sögulegt, félagslegt, menningarlegt eða pólitískt samhengi í bókmenntatextum
 • leggja gagnrýnið mat á texta, listrænt gildi hans og mismunandi stílbrögð höfunda
 • nýta sér fyrirlestra, umræður og rökræður um efni menningarlegs eðlis
 • átta sig á mismunandi málsniði og stíl í töluðu máli og undirliggjandi merkingu, viðhorfum og tilgangi þess sem talar í bókmenntum og kvikmyndum

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 • beita málinu af lipurð og kunnáttu til að geta tekið fullan þátt í umræðum og rökræðum þar sem fjallað er um persónuleg, menningarleg og félagsleg umfjöllunarefni í bókmenntum
 • flytja vel uppbyggða frásögn, kynningu eða greinargerð, draga fram aðalatriði og rökstyðja mál sitt nákvæmlega með dæmum og bregðast við fyrirspurnum
 • tjá tilfinningar, nota hugarflug og beita stílbrögðum, t.d. myndmáli og líkingamáli á skapandi hátt
 • skrifa texta með röksemdafærslu þar sem fram koma rök með og á móti og þau eru vegin og metin
Nánari upplýsingar á námskrá.is