ÍSLE3TB03 - Tjáskipti barna og fullorðinna

Einingafjöldi: 3
Þrep: 3
Forkröfur: ÍSLE2MN05
Í áfanganum verður farið í ýmislegt sem tengist tjáskiptum barna og fullorðinna. Skoðað verður hver sé munurinn á tjáningu dýra annars vegar og mannsins hins vegar. Fjallað verður um það hvernig börn læra að tala og hvernig menn fara að því að rannsaka það ferli. Einnig verður farið í mál mismunandi hópa, til að mynda hvort kynin tjái sig á ólíkan hátt, hvort ungmenni orði hlutina öðruvísi en fullorðnir og hvort mismunandi aðstæður og stéttaskipting hafi áhrif á það hvernig fólk talar. Fjallað verður um það hvernig táknmál er byggt upp og hvort heyrnarlausir hafi sömu möguleika á að tjá sig og heyrandi fólk. Skoðað er hvað gerist þegar málstöðvarnar í heilanum skaðast, t.d. við heilablæðingu. Loks er fjallað um hvaða aðferðir fólk hefur til að tjá sig með líkama og svipbrigðum þegar það hefur samskipti í gegnum netið. Stefnt er að því að nemendur rannsaki eitthvert tiltekið atriði í máli barna og/eða fullorðinna.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • þeim hæfileika sem maðurinn hefur til að nema mál
  • helstu stigum máltökunnar
  • ýmsu er varðar mismunandi málnotkun fólks
  • ýmsum tal- og málmeinum

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • átta sig á mismunandi málsniði
  • átta sig á þeim mun sem getur verið á máli mismunandi hópa
  • skoða hvað getur talist rétt og rangt mál
  • vinna úr gögnum sem taka til máltöku barna og/eða málnotkunar mismunandi hópa

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • verða víðsýnn í umræðum um mál og málsnið
  • nota ýmsar aðferðir til að skoða félagslegar hliðar málsins
Nánari upplýsingar á námskrá.is