ÍSLE2MN05 - Bókmenntir, málsaga og nafnasiðir

bókmenntir, málsaga og nafnasiðir

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: ÍSLE2MB05
Í þessum áfanga fjallað um bókmenntir, málsögu og goðafræði. Málsaga: Fjallað er um helstu þætti málsögu og nafnasiði. Bókmenntir og læsi: Nemendur eru áfram þjálfaðir í notkun bókmenntahugtaka og einnig er ítarleg umfjöllun um goðafræði. Nemendur lesa eina nútímaskáldsögu og vinna verkefni í tengslum við hana og lesa eina valbók.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • helstu þáttum íslenskrar málsögu og íslenskum nafnasiðum
  • mismunandi tegundum bókmennta og norrænni goðafræði

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • lesa bókmenntaverk frá ýmsum tímum og fjalla um inntak þeirra
  • vinna að skapandi verkefnum í tengslum við námsefnið og sýna töluverð tilbrigði í málnotkun

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • vinna að skapandi verkefnum í tengslum við námsefnið og sýna töluverð tilbrigði í málnotkun
  • beita skýru, lýtalausu og blæbrigðaríku máli í ræðu og riti
  • taka þátt í málefnalegum umræðum, byggja upp skýra röksemdafærslu, tjá afstöðu og efasemdir um efnið og komast að niðurstöðu
  • túlka texta þó merkingin liggi ekki á yfirborðinu
  • tengja íslenskuna við fortíð og framtíð
Nánari upplýsingar á námskrá.is