Kvennaskólinn í Reykjavík

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjöf Kvennaskólans í Reykjavík

Náms- og starfsráðgjöf Kvennaskólans í Reykjavík veitir nemendum skólans margvíslegan stuðning á meðan á námi stendur og hefur það að markmiði að skapa hverjum nemenda sem bestar aðstæður í námi. Stuðningur felst m.a. í:
  • Ráðgjöf um vinnubrögð í námi.
  • Ráðgjöf vegna persónulegra mála um 
    • heimanámið
    • prófkvíða
    • þunglyndi
    • samskiptavandamál
    • námsleiða o.fl.
  • Ráðgjöf og úrræði vegna fötlunar eða hömlunar (m.a. sérstofu í jóla og vorprófum).
  • Ráðgjöf um námsval, brautaskipti og fallhættu.
  • Áhugasviðskönnunum.
  • Upplýsingamiðlun.

Ráðgjöf um vinnubrögð í námi

Nám í framhaldsskóla gerir oft aðrar kröfur til nemenda en nám í grunnskóla. Meiri kröfur eru gerðar um sjálfstæði nemenda og eigið vinnuframlag. Nemendur þurfa því oft að endurskoða námsvenjur sínar og námstækni.


Persónuleg ráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafi er trúnaðarmaður og málsvari nemenda og aðstoðar þá við lausn persónulegra vandamála sem hindra þá í námi. Náms- og starfsráðgjafi er bundinn þagnarskyldu um öll einkamál nemenda.

Ráðgjöf um námsval

Námsráðgjafi stuðlar að auknum skilningi nemenda á eigin stöðu og möguleikum í námi og starfi og þjálfar þá til sjálfsábyrgðar.

Upplýsingamiðlun

Náms- og starfsráðgjafi safnar og miðlar upplýsingum um nám og störf og sinnir tengslum við önnur skólastig og atvinnulíf.

Námskeið

  • Prófkvíðanámskeið
  • Styrkingarnámskeið
  • Vinnubrögð í námi
  • Viðtöl

    Skrifstofur náms- og starfsráðgjafa eru á 2. hæð í Miðbæjarskóla  í norðurálmu 

    Viðtalstíma námsráðgjafa á haustönn 2014 má sjá hér: Viðtöl 

     

    Náms- og starfsráðgjafar eru:

                             

    Ingveldur Sigurbjörnsdóttir

    Beinn sími: 580 - 7614
    Netfang: ingveldurs@kvenno.is

     

     

         Síðast breytt: 15.08.2014 12:45


    Aukaval    Leit

    Leitarvél
    Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli