Kvennaskólinn í Reykjavík

Nám samkvæmt námskrá frá 2009

Nám samkvæmt námskrá frá 2009


Innleiðing nýrra laga í Kvennaskólanum í Reykjavík

Kvennaskólinn í Reykjavík hefur verið valinn til að vera í fararbroddi við þróun framhaldsskólakerfisins vegna innleiðingar nýrra laga um framhaldsskóla. Unnið hefur verið að endurskoðun námsframboðs skólans síðan haustið 2008 og allir nýnemar frá og með haustinu 2009 stunda nám samkvæmt nýju skipulagi.

Til að sjá upplýsingar um nám nemenda sem innrituðust haustið 2008 og fyrr er hægt að smella hér.


Nýjar leiðir fyrir nemendur sem innritast haustið 2009 og síðar.

 • Skólinn starfrækir þrjár bóknámsbrautir til stúdentsprófs á sviði félags-, náttúru- og hugvísinda.
  • Á félagsvísindabraut er lögð áhersla á almenna þekkingu í félagsvísindum auk þess sem nemendur sérhæfa sig í tveimur sérgreinum félagsvísinda.

  • Á hugvísindabraut er hægt að sérhæfa sig í tungumálum, meðal annars 3. og 4. máli eða sleppa 4. máli og leggja þess í stað áherslu á menningarlæsi og umfjöllun um listir.

  • Á náttúruvísindabraut er lögð áhersla á þekkingu í stærðfræði og náttúruvísindum.

 • Stúdentsprófið er 200 framhaldsskólaeiningar (fein).

 • Skólinn starfar eftir bekkjakerfi.

 • Námið er skipulagt þannig að nemendur geta lokið stúdentsprófi á 3-4 árum.

 • Kjarninn á hverri braut er 157 fein og valið 43 fein.

 • Sveigjanlegur námshraði. Nemendum gefst kostur á að taka valgrein, eina eða fleiri, á hverju námsári. Með því móti geta nemendur lokið námi á þremur árum. Hinir sem verða lengur, sem nemur önn eða ári, geta tekið minna árlega og bætt við sig valgreinum á fjórða árinu.

Að auki starfrækir skólinn almenna braut sem kölluð er brautabrú. Á henni er lögð áhersla á frekari undirbúning undir nám á framhaldsskólastigi.


Lokamarkmið náms við skólann


Lokamarkmið bóknámsbrauta skólans er stúdentspróf

Almenn lokamarkmið skólans eru að nemendur:
 • séu undirbúnir fyrir virka þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi
 • búi yfir félagslegri og borgaralegri hæfni
 • sýni frumkvæði og ábyrgð og hafi sjálfstraust
 • búi yfir siðferðisvitund, víðsýni og umburðarlyndi
 • hafi öðlast gagnrýna og skapandi hugsun
 • geti beitt þeim vísindalegu vinnubrögðum sem kennd eru í framhaldsskóla
 • geti notað þekkingu sína og færni til að vinna að margvíslegum verkefnum
 • séu færir um að leita lausna í samvinnu við aðra
 • hafi gott vald á upplýsingatækni
 • hafi gott vald á tjáningu bæði í ræðu og riti
 • kunni að njóta menningarlegra verðmæta
 • hafi öðlast vitund og ábyrgð gagnvart umhverfi sínu
 • séu vel undirbúnir fyrir frekara nám.


Síðast breytt: 14.01.2014 16:03


AukavalLeit

Leitarvél
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli