Kvennaskólinn í Reykjavík

Nýjar leiðir

Innleiðing nýrra laga í Kvennaskólanum í Reykjavík

Kvennaskólinn í Reykjavík hefur verið valinn til að vera í fararbroddi við þróun framhaldsskólakerfisins vegna innleiðingar nýrra laga um framhaldsskóla. Unnið hefur verið að endurskoðun námsframboðs skólans undanfarna mánuði og ákveðið er að nám þeirra nemenda sem byrja í skólanum haustið 2009 verði í anda þessara laga.

Til að sjá upplýsingar um nám nemenda sem innrituðust haustið 2008 og fyrr er hægt að smella hér.
 

Nýjar leiðir fyrir nemendur sem innritast fyrir haustið 2009

 • Skólinn starfrækir þrjár bóknámsbrautir til stúdentsprófs á sviði félags-, náttúru- og hugvísinda.
  • Á félagsvísindabraut er lögð áhersla á almenna þekkingu í félagsvísindum auk þess sem nemendur sérhæfa sig í tveimur sérgreinum félagsvísinda.

  • Á hugvísindabraut er hægt að sérhæfa sig í tungumálum, meðal annars 3. og 4. máli eða sleppa 4. máli og leggja þess í stað áherslu á menningarlæsi og umfjöllun um listir.

  • Á náttúruvísindabraut er lögð áhersla á þekkingu í stærðfræði og náttúruvísindum.

 • Stúdentsprófið verður 200 framhaldsskólaeiningar (fein).

 • Skólinn starfar eftir bekkjakerfi.

 • Námið er skipulagt þannig að nemendur geta lokið stúdentsprófi á 3-4 árum.

 • Kjarninn á hverri braut er 155 fein og valið 45 fein.

 • Sveigjanlegur námshraði. Nemendum gefst kostur á að taka valgrein, eina eða fleiri, á hverju námsári. Með því móti geta duglegir nemendur lokið námi á þremur árum. Hinir sem verða lengur, sem nemur önn eða ári, geta tekið minna árlega og bætt við sig valgreinum á fjórða árinu.

Lokamarkmið náms við skólann

Lokamarkmið brauta skólans er stúdentspróf.
Almenn lokamarkmið skólans eru að nemendur:

 • séu undirbúnir fyrir virka þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi
 • búi yfir félagslegri og borgaralegri hæfni
 • sýni frumkvæði og ábyrgð og hafi sjálfstraust
 • búi yfir siðferðisvitund, víðsýni og umburðarlyndi
 • hafi öðlast gagnrýna og skapandi hugsun
 • geti beitt þeim vísindalegum vinnubrögðum sem kennd eru í framhaldsskóla
 • geti notað þekkingu sína og færni  til að vinna að margvíslegum verkefnum
 • séu færir um að leita lausna í samvinnu við aðra
 • hafi gott vald á upplýsingatækni
 • hafi gott vald á tjáningu bæði í ræðu og riti
 • kunni að njóta menningarlegra verðmæta
 • hafi öðlast vitund og ábyrgð gagnvart umhverfi sínu
 • séu vel undirbúnir fyrir frekara nám.


Lokamarkmið hverrar brautar eru að nemendur:

á félagsvísindabraut á náttúruvísindabraut á hugvísindabraut Brautabrú
hafi góða almenna þekkingu á sviði samfélagsgreina hafi góða almenna þekkingu á sviði stærðfræði, náttúru- og raunvísinda hafi góða almenna þekkingu á sviði hugvísinda verði ábyrgir fyrir námi sínu
geti greint einkenni og þróun samfélaga og geri sér grein fyrir mótunaröflum einstaklinga og hópa séu færir um að beita vísindalegri hugsun og aðferðum við greiningu viðfangsefna, öflun upplýsinga, mælingar, mat, úrvinnslu og túlkun séu færir um að beita fræðilegri hugsun og aðferðum við greiningu viðfangsefna, öflun upplýsinga, mat, úrvinnslu og túlkun séu byggðir upp út frá styrkleikum sínum og áhuga
þekki meginstrauma menningar, trúar, uppeldis, stjórnmála og hagþróunar í fortíð og nútíð geti fjallað um og tekið þátt í upplýstri umræðu um ýmis mál er tengjast samspili vísinda, tækni og samfélags hafi náð tilskilinni færni í þeim erlendu tungumálum sem þeir hafa lagt stund á
geti tekið þátt í rökræðum um samfélagsleg efni geti nýtt kunnáttu sína í náttúru- og raunvísindum í mögulegri framtíðarþróun séu læsir á menningu og siði viðkomandi málsamfélaga og hafi þekkingu á sögu þeirra styrki jákvæða sjálfsmynd sína
hafi öðlast getu til að lesa og greina rannsóknarniðurstöður séu vel undirbúnir fyrir frekara nám, einkum í náttúru- og raunvísindum, tæknigreinum og heilbrigðisvísindum. séu vel undirbúnir fyrir frekara nám í hugvísindum og á öðrum sviðum fræða og lista. verði vel undirbúnir undir frekara nám á framhaldsskólastigi.
séu vel undirbúnir fyrir frekara nám, einkum í félags- og hugvísindum.Kjarni

Skipulag kjarnans á brautum skólans er sem hér greinir:

Námsgrein Félagsvísindabraut Hugvísindabraut Náttúruvísindabraut
Íslenska 22 fein 27 fein 22 fein
Stærðfræði 10 fein 10 fein 25 fein
Danska/nor/sæn 7 fein 12 fein 7 fein
Enska 15 fein 25 fein 15 fein
Þriðja mál 15 fein 25 fein 15 fein
Félagsfræði 11 fein 6 fein 6 fein
Saga 15 fein 10 fein 10 fein
Sálfræði 5 fein
Uppeldisfræði 5 fein
Hagfræði 5 fein
Náttúruvísindi 15 fein 15 fein
Eðlisfræði 10 fein
Efnafræði 15 fein
Jarðfræði 10 fein
Líffræði 10 fein
Íþróttir 6 fein 6 fein 6 fein
Lífsleikni 3 fein 3 fein 3 fein
Lokaverkefni 3 fein 3 fein 3 fein
Valkvæður kjarni 20 fein 15 fein
Samtals 157 fein 157 fein 157 fein
Val 43 fein 43 fein 43 fein
Alls til stúdentsprófs 200 fein 200 fein 200 fein

1) Þetta er heimildaritgerð (stúdentsritgerð), rannsóknarritgerð eða skýrsla um rannsóknarverkefni.
2) Á hugvísindabraut er gert ráð fyrir að nemendur velji á milli þess að taka 15 fein í 4. máli eða 15 fein í menningarlæsi (menningarsaga, listasaga og þess háttar).
Á félagsfræðabraut tækju nemendur 10 fein í tveimur greinum af fjórum (félagsfræði, sögu, sálfræði, uppeldisfræði).Námsgreinar í 1. bekk

Námsgrein Félagsvísindabraut Hugvísindabraut Náttúruvísindabraut
Íslenska 10 fein 10 fein 10 fein
Stærðfræði 5 fein 5 fein 10 fein
Danska 1) 5 fein 5 fein 5 fein
Enska 10 fein 10 fein 10 fein
Þriðja mál 10 fein
Félagsfræði 6 fein 6 fein 6 fein
Saga 10 fein 5 fein 5 fein
Sálfræði 5 fein
Náttúruvísindi 5 fein 5 fein
Efnafræði 5 fein
Jarðfræði 5 fein
Íþróttir 2 fein 2 fein 2 fein
Lífsleikni 1 fein 1 fein 1 fein
Samtals í kjarna 59 fein 59 fein 59 fein
Val 2) 0-8 fein 0-8 fein 0-8 fein

1) Skólaárið 2009-10 verða 7 fein í dönsku vegna þess að breytingar á námskrá grunnskóla hafa ekki enn tekið að fullu gildi.
2) Tónlistarnám, listdans, myndlist o.fl. getur verið hluti af vali.Inntökuskilyrði vegna innritunar í júní 2009

Innritað verður á þrjár brautir; félagsvísinda-, hugvísinda- og náttúruvísindabraut.
Miðað verður við eftirfarandi einkunnamörk:

Braut Skólaeinkunn í íslensku Skólaeinkunn í ensku Skólaeinkunn í stærðfræði
Félagsvísindabraut 6,0 6,0 6,0
Hugvísindabraut 6,0 6,0 6,0
Náttúruvísindabraut 6,0 6,0 6,0

Í töflunni eru þær lágmarkseinkunnir sem miðað er við inn á hverja braut.
Reiknað er meðaltal þessara þriggja greina.
Einnig er reiknað meðaltal allra greina á grunnskólaprófi og litið á skólasóknina.
Ef fleiri sækja um en skólinn getur tekið getur viðmiðið orðið hærra en lágmarkið.Síðast breytt: 21.05.2009 20:34


AukavalLeit

Leitarvél
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli