Kvennaskólinn í Reykjavík

Námsbrautir

Námsbrautir


Hér fara á eftir lýsingar á brautum skólans. Fyrst er lýst kjarna, kjörsviðum og vali beint upp úr aðalnámskrá framhaldsskóla. Nánari útfærsla á röðun áfanga á námsárin er síðan gerð fyrir alla bekki skólans. Þar eru þau markmið höfð í huga að hafa bekkjarkennslu í fyrirrúmi á 1.-2. ári en samtvinna hana auknu valfrelsi jafnt og þétt á 3. og 4. ári. Þetta þýðir að nemendur velja fyrst á milli svokallaðra vallína fyrir kjörsvið brautanna þriggja eftir áhugasviði sínu, samtals 18 einingar á kjörsviði viðkomandi brautar. Það sem út af stendur, þ.e. 12 einingar á kjörsviði og 12 einingar í frjálsu vali, velur svo hver og einn fyrir 3. og 4. ár undir lok 2. árs. Þannig er reynt að tryggja töluverða samveru bekkjanna á sama tíma og sjálfstætt val nemenda er í heiðrum haft.

Bóknámsbrautir

Bóknámsbrautir til stúdentsprófs eru þrjár og skiptist námið í kjarna, kjörsvið og frjálst val.
Skipulag kjarna á bóknámsbrautum er sem hér greinir:

Námsgrein Málabraut Náttúrufræðibraut Félagsfræðabraut
Íslenska 15 ein. 15 ein. 15 ein.
Stærðfræði 6 ein. 15 ein. 6 ein.
Danska/Norska/Sænska 9 ein. 6 ein. 6 ein.
Enska 15 ein. 9 ein. 15 ein.
Þriðja mál 15 ein. 12 ein. 12 ein.
Fjórða mál 9 ein.
Félagsfræði 3 ein. 3 ein. 6 ein.
Landafræði 3 ein.
Saga 6 ein. 6 ein. 9 ein.
Samfélagsgreinar 1) 6 ein.
Náttúruvísindi 2) 9 ein. 9 ein. 9 ein.
Eðlisfræði 3 ein.
Efnafræði 3 ein.
Jarðfræði 3 ein.
Líffræði 3 ein.
Íþróttir 8 ein. 8 ein. 8 ein.
Lífsleikni 3 ein. 3 ein. 3 ein.
Samtals 98 ein. 98 ein. 98 ein.

1) Samfélagsgreinar eru sálfræði og uppeldisfræði.
2) Náttúruvísindi eru eðlis- og efnafræði, jarðfræði og líffræði.

Kjörsvið

Nám á kjörsviði nemur samtals 30 einingum. Kjörsviðið felur í sér sérhæfingu á viðkomandi námssviði í samræmi við lokamarkmið brautarinnar. Fyrir hverja braut eru skilgreindar nokkrar námsgreinar sem nemandinn getur valið. Nemandinn velur a.m.k. þrjár kjörsviðsgreinar á viðkomandi braut og teljast þær vera kjörsviðsgreinar nemandans. Hann getur þannig bætt við sig námi í grein/greinum sem hann hefur tekið í kjarna eða tekið nýja grein eða greinar. Samanlagt nám í kjörsviðsgrein í brautarkjarna og á kjörsviði má þó aldrei vera minna en 9 ein. í hverri grein. Skólameistari getur vikið frá þessari reglu þegar um skyldar námsgreinar er að ræða.
Auk þessa getur nemandi tekið allt að 12 ein. nám á kjörsviðum annarra bóknámsbrauta en þeirrar sem hann stundar nám á. Þannig getur nemandi á náttúrufræðibraut t.d. tekið allt að 12 ein. á kjörsviði málabrautar eða kjörsviði félagsfræðabrautar. Einnig getur nemandi sem stundar nám á bóknámsbraut tekið allt að 12 ein. af sérgreinum tiltekinnar starfsnámsbrautar eða listnámsbrautar sem hluta af kjörsviði sínu. Reglan um 9 ein. lágmark í grein gildir einnig í þessu tilviki.
Skólar geta skipulagt kjörsvið að eigin vild innan þess ramma sem hér er tilgreindur og þeim er ekki skylt að bjóða fram allar greinar sem taldar eru á hverju kjörsviði. Í þessu felst að skóli getur ákveðið kjörsviðsgreinar og fjölda áfanga í hverri grein.
Kjörsviðsgreinar námsbrauta eru þessar skv. aðalnámskrá en geta verið færri. Sjá nánar í lýsingu brauta:

Málabraut Náttúrufræðibraut Félagsfræðabraut
Danska/Norska/Sænska Eðlisfræði Félagsfræði
Enska Efnafræði Fjölmiðlafræði
Franska Jarðfræði Heimspeki
Íslenska Landafræði Íslenska
Latína Lífeðlisfræði Landafræði
Spænska Líffræði Saga
Stærðfræði Næringarfræði Sálarfræði
Þýs Stærðfræði Stærðfræði
Tungumál skv. vali skóla Tölvufræði Uppeldisfræði
Viðskiptagreinar

Frjálst val

Nám í frjálsu vali nemur alls 12 einingum. Þar getur verið um að ræða ýmsa áfanga á framhaldsskólastigi.

Listnám

Nemandi sem stundar listnám samhliða námi í Kvennaskólanum getur fengið það metið til allt að 12 námseininga á kjörsviði bóknámsbrautar. Nemandinn þarf að hafa lokið grunni í listnáminu (þ.e. III stigi) eða lengra námi. Listnám má einnig meta sem frjálst val. Nemandi getur því fengið allt að 24 ein. metnar á þennan hátt sem hluta af námi til stúdentsprófs.Síðast breytt: 21.05.2009 13:31


AukavalLeit

Leitarvél
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli