Umsókn varðandi sérstofu í lokaprófum þarf að berast fyrir mánudaginn 6. nóvember

Eins og áður er miðað við að nemendur Kvennaskólans geti leyst lokaprófin sín á einni klukkustund. Allir nemendur skólans hafa þó 30 mínútur til viðbótar ef þeir þurfa  lengri próftíma. Þetta fyrirkomulag verður í öllum prófstofum skólans.  
Sérstofan er hins vegar eingöngu hugsuð fyrir þá nemendur sem þurfa sérstakt næði í prófum og þurfa þeir að hafa lagt fram greiningar og sótt um á skráningareyðublaði sem sent hefur verið til nemenda í tölvupósti en fæst einnig á aðalskrifstofu skólans. 
Eyðublaðinu þarf að skila á skrifstofu skólans í aðalbyggingunni eða í pósthólf námsráðgjafa í aðalbyggingu (merkt Hildigunni eða Sigríði), í síðasta lagi mánudaginn 6. nóvember fyrir kl. 16.00.