Umhverfisstefna

Kvennaskólinn í Reykjavík  hefur umhverfismál á stefnuskrá sinni og leggur áherslu á umhverfis-  og náttúruverndarsjónarmið í skólastarfinu og í stefnumótun skólans. Í skólanum starfar umhverfisnefnd/umhverfisráð og lögð er áhersla á að skólinn setji sér skýr markmið í umhverfismálum.

Markmiðin snúa bæði að ytra og innra umhverfi skólans en einnig að aukinni fræðslu og virkni nemenda og kennara í umhverfis- og náttúruverndarmálum. Áhersla er lögð á skapandi lausnir og að efla jákvætt viðhorf innan skólasamfélagsins til umhverfismála. Stefna skólans í umhverfismálum er einföld og skýr. Auk þess að halda uppi merki umhverfisverndar í verki, verður fylgst vel með nýjungum í málaflokknum. Umræðunni  um mikilvægi umhverfisverndar verður haldið sívakandi og frjórri. 

Helstu umhverfismarkmið skólans eru að:

  • flokka allt rusl
  • viðhalda grænfánanum
  • skapa sér gott orðspor á sviði umhverfismála
  • vinna að skapandi lausnum í umhverfismálum
  • hvetja nemendur og starfsmenn til þess að nota umhverfisvænar samgöngur
  • minnka pappírsnotkun
  • útskrifa nemendur sem bera virðingu fyrir umhverfi sínu og eru meðvitaðir um umhverfismál
  • meta árangur í umhverfismálum innan skólans, kynna það sem vel er gert og lagfæra það sem betur má fara
  • hafa sérstakan dag tileinkaðan umhverfismálum a.m.k. einu sinni á ári.

Áhersla er lögð á góða umgengni í skólanum og að starfsemi hans hafi sem minnst skaðleg áhrif á umhverfið. Allt sorp er flokkað og það sett í endurvinnslu sem hægt er.