Kvennaskólinn í Reykjavík

Fréttir eftir mánuði

31.08.2012

STÖÐUPRÓF

Stöðupróf á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins verða haldin í Menntaskólanum við Hamrahlíð 13. september kl. 16:00 í eftirfarandi tungumálum: Albönsku, bosnísku, eistnesku, filippísku (tagalog og cebuano), finnsku, grísku, hollensku, japönsku, kínversku, króatísku, litháísku, portúgölsku, pólsku, rússnesku, serbnesku, slóvensku, taílensku, tékknesku, tyrknesku, Twi, ungversku, úkraínsku og víetnömsku. Nánar


27.08.2012

Ljóð vikunnar er eftir Steinunni Sigurðardóttur.

Hún er fædd í Reykjavík 26. ágúst 1950. Hún tók stúdentspróf frá MR og síðar próf í sálfræði og heimspeki í Dublin á Írlandi. Steinunn bjó einnig um hríð í Svíþjóð. Hún hefur starfað sem blaðamaður og fréttamaður á útvarpi lausamaður við tímarit og sjónvarp. Nánar


22.08.2012

Nýnemakvöld verður haldið föstudaginn 24. ágúst kl. 20:00 í Uppsölum Þingholtsstræti 37.

Nýnemakvöld verður haldið á vegum nemendafélagsins Keðjunar klukkan 8 í Uppsölum, Þingholtsstræti 37, föstudaginn 24. ágúst. Það verður mikið um dýrðir og eru allir nýnemar hvattir til að mæta. Nánar


20.08.2012

Skólasetning og nýnemaratleikur 2012

Nýnemar Kvennaskólans í Reykjavík mættu til skólasetningar í Uppsölum kl níu í morgun. Að því loknu hittu nýnemar umsjónakennara sína og voru því næst sendir í ratleik um skólabyggingarnar þrjár. Eldri nemendur mættu til kennslu eftir hádegið skv. stundaskrá. Nánar


15.08.2012

Bókalisti

Nú getur hver nemandi séð sinn sérútbúna bókalista í Innunni. Nemandinn fer inn í Innu, fær stundatöfluna sína á skjáinn með því að velja Vika efst á skjánum og þegar taflan er komin upp má velja hlekkinn Bókalisti ofan við stundatöfluna hægra megin. Þá kemur upp bókalisti með bókum þeim sem nemandinn á að nota á haustönninni. Nánar


14.08.2012

Skólinn byrjar mánudaginn 20. ágúst

Skólinn verður settur mánudaginn 20. ágúst kl. 9:00 í matsalnum í Uppsölum, Þingholtsstræti 37. Ætlast er til að allir nýnemar, 1. bekkingar, mæti þangað. Eftir skólasetninguna (um kl. 9:30) eiga nýnemar að hitta umsjónarkennara sína í Miðbæjarskólanum skv. nánara skipulagi sem verður tilkynnt við skólasetninguna. Gert er ráð fyrir dagskrá með nýnemum til kl. 12 þennan dag. Nánar


14.08.2012

Aðgangur nýnema að Innu

Vegna bilunar virkaði ekki aðgerðin sem sendir nýnemum aðgangsorð að Innu. Þetta hefur nú verið lagað og nýnemar geta sótt sér Innuaðgang. Þá fara þeir á heimasíðu skólans velja hlekkinn Inna Nemendur hægra megin á síðunni og svo hlekkinn Sækja lykilorð. Nánar


13.08.2012

Aðgangur að Innu

Nemendur sem hafa gleymt lykilorðinu í Innu og nýir nemendur sem ekki hafa fengið lykilorð geta farið á heimasíðu skólans og valið þar hlekkinn Inna Nemendur hægra megin á síðunni og svo á hlekkinn Sækja lykilorð. Nánar


13.08.2012

Bókalistar og stundatöflur

Nemendur geta nú séð bókalista á heimasíðu skólans. Annars vegar er listi fyrir nemendur í 1. bekk og hins vegar heildarlisti þar sem áfangarnir eru í stafrófsröð og nemendur geta skoðað hvaða bækur þarf að kaupa í hverjum áfanga. Til að sjá í hvaða áföngum nemendur eru á haustönn má skoða stundatöflu í Innu. Nánar


07.08.2012

Stundatafla og bókalistar.

Innan verður aðgengileg í næstu viku. Þá geta nemendur séð stundatöflu og bókalista. Nánar
Síðast breytt: 04.03.2013 12:54


AukavalLeit

Leitarvél
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli