Kvennaskólinn í Reykjavík

Fréttir eftir mánuði

22.06.2012

Lokað vegna sumarleyfa 27. júní - 6. ágúst.

Skrifstofa Kvennskólans í Reykjavík verður lokuð vegna sumarleyfa frá og með miðvikudegi 27. júní. Opnað verður aftur þriðjudaginn 7. ágúst. Nánar


20.06.2012

Styrkveiting

Ólafur Heiðar Helgason nýstúdent frá Kvennaskólanum í Reykjavík er einn þeirra afburðanemenda sem fær styrk úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta við Háskóla Íslands. 77 nýstúdentar sóttu um styrkinn og 26 hlutu hann. Hver styrkur nemur 300.000 krónum auk niðurfellingar skráningargjalds í HÍ sem er 60.000 krónur. Ólafur Heiðar ætlar í nám í hagfræði. Við óskum honum innilega til hamingju með styrkinn. Nánar


20.06.2012

Innritun nýnema

Nú er innritun nýnema lokið og verða bréf til þeirra sem unnt var að veita skólavist póstlögð í dag, 20. júní. Aðsókn að skólanum hefur aldrei verið meiri. Nánar


13.06.2012

Skýrsla um erlent samstarf

Gengið hefur verið frá skýrslu um erlent samstarf á skólaárinu 2011-2012. Mjög mikið hefur verið um ferðir nemenda bæði í valáföngum tungumála og nemendaskiptaverkefnum. Samtals hafa 150 nemendur skólans farið í ferðir og margir fleiri hafa komið að móttöku erlendra gesta. Nánar


06.06.2012

Borgarkynning í þýskutíma

Nemendur hugvísindabrautar á 2. ári unnu skemmtileg einstaklingsverkefni um nokkrar borgir í þýskumælandi löndum undir lok vorannar. Borgirnar sem nemendur fjölluðu um voru t.d. Bad Tölz, Köln, Siegen, Salzburg og Zürich. Afraksturinn kynntu nemdur í seinasta tíma annarinnar á lifandi hátt í máli, myndum og tónlist. Það setti skemmtilegan blæ á kynningarnar að sumir höfðu komið til viðkomandi borgar eða þekktu til þeirra. Nánar


01.06.2012

Lokaverkefni nemenda

Nemendur í Kvennaskólanum sem hafa stundað nám samkvæmt nýju námskránni vinna allir lokaverkefni á lokaári sínu við skólann. Nemendur tileinka sér ýmis fræðileg vinnubrögð við úrvinnslu verkefnisins, sem getur verið heimildaritgerð eða rannsóknarverkefni, og velja sér faggreinakennara sem leiðbeinir þeim. Nánar
Síðast breytt: 04.03.2013 12:54


AukavalLeit

Leitarvél
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli