Kvennaskólinn í Reykjavík

Fréttir eftir mánuði

29.05.2012

Útskrift stúdenta og skólaslit Kvennaskólans í Reykjavík

Laugardaginn 26. maí voru 226 stúdentar útskrifaðir frá Kvennaskólanum við hátíðlega athöfn í Hörpu. Þau tímamót urðu í sögu skólans að síðasti hópurinn sem stundaði nám skv. eldri námskrá frá 1999 var útskrifaður eftir fjögurra ára nám en einnig fyrsti hópurinn sem stundaði nám sitt alfarið skv. nýrri námskrá sem byggir á lögum um framhaldsskóla frá 2008. Þeir nemendur útskrifuðust eftir þriggja ára nám. Nánar


25.05.2012

Hópurinn sem fór til Sikileyjar er komin heim aftur eftir mjög vel heppnaða ferð.

Þar bjuggu nemendur inni á ítölskum heimilum, borðuðu ítalskan mat og sömdu sig að siðum og venjum heimamanna. Þau tóku m.a. þátt í fjölskylduviðburður, s.s. fermingarveislum og stórfjölskyldumatarboðum og það er samdóma álit allra að móttökurnar hafi verið sérlega hlýlegar. Krakkarnir tóku þátt skólastarfi og fóru í lengri og skemmri vettvangsferðir til að kynnast náttúru og menningu eyjarinnar. Nánar


24.05.2012

Opið hús verður í Kvennaskólanum í Reykjavík, fimmtudaginn 31. maí , kl 15:00-17:00.

10. bekkingar og forráðamenn þeirra eru sérstaklega velkomnir. Formleg kynning á námsframboði, skipulagi brauta og uppbyggingu náms verður í stofu M-19 í Miðbæjarskólanum á hálftíma fresti frá kl 15:00 – 17:00 (seinasta kynningin byrjar kl 16:30). Stjórnendur, námsráðgjafi og fulltrúar nemenda verða til viðtals. Nánar


23.05.2012

Útskrift stúdenta og skólaslit.

Útskrift stúdenta og skólaslit Kvennaskólans í Reykjavík verða í Hörpu laugardaginn 26. maí kl. 13:00. Nánar


23.05.2012

Vegna útskriftar stúdenta þann 26. maí næstkomandi er vel við hæfi að birta "Gaudeamus igitur" sem er söngtexti á latínu og lag sem oft er sungið í tengslum við brautskráningu stúdenta

Söngurinn er þekktur frá árinu 1287 og er þekkt drykkjuvísa við marga forna háskóla og sem skólasöngur margra háskóla og stúdentafélaga. Textinn fjallar um lífsgleði og hve lífið sé stutt. Nánar


21.05.2012

Veðurfræðivalið heimsótti Færeyjar

Strax að loknum prófum lagði tólf manna hópur Kvennskælinga land undir fót og heimsótti frændur okkar í Færeyjum. Nánar


16.05.2012

Á mánudaginn 21. maí er afhending einkunna og prófsýning

Mánudaginn 21. maí verða einkunnir afhentar og próf sýnd. Þeir nemendur sem ekki eru að útskrifast eiga að koma í Uppsali kl. 13:00 til að hlusta á kveðjuræðu skólameistara. Síðan mæta allir nemendur, einnig stúdentsefnin í Miðbæjarskólann og Aðalbyggingu kl. 13:30 og taka þar við einkunnablaði hjá umsjónarkennara sínum. Prófsýning verður svo í framhaldinu kl. 13:45-14:45. Nánar


11.05.2012

Laugardagsmorguninn 12. maí leggur hópur nemenda og kennara úr skólanum af stað í 11 daga ferð til Sikileyjar.

Þetta er valnámskeið á náttúrufræðibraut á 2. ári þar sem áherslan er á jarðfræði og ensku. Það er unnið í samvinnu við skóla í Palermo og skólinn fékk Comeniusarstyrk til að gera þetta mögulegt. Viðfangsefnið er „Líf í skugga eldfjalls“ og eru nemendur búnir að undirbúa sig í vetur, m.a. læra svolítið í ítölsku. Þau munu síðan vinna með ítölskum nemendum þegar út er komið. Nánar


07.05.2012

Ljóð vikunnar er eftir Gyrði Elíasson.

Hér birtist ljóðið Ánauð úr nýjustu ljóðabók hans Hér vex enginn sítrónuviður 2012. Gyrðir er austfirðingur að uppruna en ólst upp á Sauðárkróki og lauk þaðan stúdentsprófi frá Fjölbrautarskólanum. Síðan stundaði hann nám í Kennaraháskóla Íslands. Hann hefur nánast öll sín fullorðinsár starfað sem rithöfundur og sent frá sér fjölda verka s.s. ljóðabækur, skáldsögur, sagnasöfn. Nánar


02.05.2012

Myndataka af kennurum og börnum þeirra sem stunda nám í Kvennaskólanum.

Það eru margir kennarar hér í skólanum sem eiga börn sem stunda nám við Kvennaskólann. Það var ákveðið á síðasta kennsludegi vorannar að taka mynd af föngulegum hópnum. Nánar
Síðast breytt: 04.03.2013 12:54


AukavalLeit

Leitarvél
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli