Kvennaskólinn í Reykjavík

Fréttir eftir mánuði

30.04.2012

Ljóðskáld þessarar viku er Hallgrímur Helgason.

Hér birtist síðasta erindið úr kvæði hans „Vandamál“. Hallgrímur fæddist þann 18. febrúar 1959 í Reykjavík. Hann nam við Myndlista- og handíðaskóla Íslands veturinn 1979-80 og Listaakademíuna í München 1981-82. Frá árinu 1982 hefur hann starfað sjálfstætt sem myndlistarmaður og rithöfundur. Hann hefur skrifað ljóðabók og skáldsögur, og hefur ein þeirra „101 Reykjavík“ verið tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Nánar


27.04.2012

Dimission hjá 3. og 4. bekk í Kvennaskólanum.

Mikil gleði var meðal útskriftarnema í dag er þau kvöddu skólann sinn og dimmiteruðu. Það voru ýmsar furðuverur og fígúrur sem héldu skemmtun í porti Miðbæjarskólans með söng og dansi. Þar kvöddu þau kennara sína, nemendur og starfsfólk skólans með miklum glæsibrag og knúsum. Nánar


27.04.2012

EÐL3M05- valhópurinn fór í heimsókn í Öskju

Þórður eðlisfræðikennari fór með EÐL3M05-valhóp í heimsókn í Öskju fimmtudaginn 26.apríl. Karl Grönvold jarðfræðingur skýrði verkun og sýndi hópnum bæði massagreini og rafeindasmásjá sem m.a. eru notuð til að efnagreina berg. Nánar


26.04.2012

Ný stjón Keðjunnar

Nú eru kosningar fyrir stjórn Keðjunnar afstaðnar og nýir nemendur teknir við stjórn og miðstjórn Nánar


26.04.2012

Nemendur gera hljóðleiðsögn á spænsku

Nemendur í spænku hafa búið til hljóðleiðsögn á spænsku um staði í Reykjavík sem hægt er að sjá hér: http://woices.com/walk/2541 Nánar


24.04.2012

Dimission verður föstudaginn 27. apríl .

Þá munu útskriftarefnin kveðja kennara sína,starfsfólk skólans og yngri nemendur. Athöfnin hefst kl. 10:30-12:30 og verður í portinu hjá Miðbæjarskóla. Þar verða bekkirnir með skemmtiatriði og kveðja kennara sína. Nánar


23.04.2012

Vortónleikar Kórs Kvennaskólans í Reykjavík verða haldnir fimmtudaginn 26. apríl kl 20:00 í Fríkirkjunni í Reykjavík.

Flutt verða bæði klassísk íslensk lög og poppuð lög sem margir ættu að kannast við. Aðgangur inn á tónleikana er ókeypis en veitingasala verður eftir tónleikana í Uppsölum Þinholtstræti 37. Þar er aðgangseyrir 1000 kr og nóg af kökum og ýmsu góðgæti í boði. Veitingasalan er aðal fjáröflun kórsins og hvetjum við alla til að koma. Nánar


23.04.2012

Ljóðskáld vikunnar er Hannes Hafstein (1861-1922)

Hannes Þórður Hafstein fæddist á Möðruvöllum í Hörgárdal. Hann lauk stúdentsprófi 1880 og lögfræðiprófi frá Hafnarháskóla 1886. Var settur sýslumaður í Dalasýslu 1886 og landshöfðingjaritari 1889. Varð sýslumaður og bæjarfógeti á Ísafirði 1896 - 1904 en varð þá skipaður fyrsti ráðherra Íslands. Nánar


20.04.2012

Síðastliðinn miðvikudag fóru 2FF og 2FÞ í dagsferð á Njáluslóðir

Ferðin var hin ánægjulegasta í alla staði og veðurguðirnir léku við hópinn. Úlpur og treflar, sem voru með í för reyndust óþarfi, en sólvörn hefði verið vel þegin. Bústaðir helstu persóna voru heimsóttir, bardagar sviðsettir, efnt til veislu á sögusetrinu og hvað eina. Nemendur rifjuðu upp helstu atburði, nutu veðurblíðunnar, náttúrufegurðarinnar og samverunnar og allir komu heilir heim, glaðir í bragði. Svona á sko að kveðja veturinn! Nánar


18.04.2012

Kvennaskólinn í Reykjavík keppir til úrslita í Söngkeppni framhaldsskólanna.

Söngkeppni framhaldsskólanna verður haldin í Vodafone höllinni laugardaginn 21. apríl. Húsið opnar klukkan 19.00 og verður söngkeppnin í beinni útsendingu á RÚV frá kl. 20.30. Salurinn lokar kl 20:05 fyrir útsendinguna sjálfa. The Blue Beebers verða fulltrúar Kvennaskólans í Reykjavík í söngkeppninni en það eru þau Björk Úlfarsdóttir, Laufey María Jóhannsdóttir, Rögnvaldur Konráð Helgason, Sigurður Bjarki Hlynsson, Agnes Eyja Gunnarsdóttir og Brynja Kristinsdóttir. Nánar


18.04.2012

Heimsókn frá Kalmar

Vikuna 16. – 24 . apríl er staddur hér hjá okkur bekkur frá CIS-skólanum í Kalmar. Þau dvelja hjá nemendum í 2NÞ sem heimsótti Kalmar á haustönninni. Gestirnir fara í hefðbundnar skoðunarferðir á Þingvelli, Gullfoss og Geysi, auk þess fara bekkirnir saman í heimsókn í Hellisheiðarvirkjun og fleira. Þetta samstarf hófst árið 2004 og er styrkt af Nordplus-Junior. Nánar


16.04.2012

Nú er kosningavika Nemendafélags Kvennaskólans í Reykjavík að hefjast .

Fjölmargir nemendur eru að bjóða sig fram í ýmsar ábyrgðarstöður og nefndir. Kosningavikan verður haldin frá mánudegi til miðvikudags. Kosningar fara fram á miðvikudag og verða úrslitin ljós um kvöldið. Í tilefni af kosningunum hafa framboðshópar komið sér vel fyrir í mötuneyti skólans þar sem þeir kynna stefnumál sín. Nánar


16.04.2012

Ljóð vikunnar er eftir Einar Má Guðmundsson rithöfund

Hann tók fyrir stuttu við Norrænu bókmenntaverðlaunum Sænsku akademíunnar. Verðlaunin, sem eru stundum kölluð Litli Nóbelinn, hafa verið veitt árlega frá 1986. Einar Már er fæddur í Reykjavík 1 september 1954, ólst þar upp og hefur átt þar heima lengst af en bjó sex ár í Kaupmannahöfn. Einar Már lauk prófi í bókmenntum og sagnfræði fá Háskóla Íslands og stundaði framhaldsnám í bókmenntum við Kaupmannahafnarháskóla. Nánar


12.04.2012

Lifandi bókasafn verður haldið föstudaginn 13. apríl.

Lifandi bókasafn starfar nákvæmlega eins og venjulegt bókasafn. Lesendur koma og fá ,,lánaða" bók í takmarkaðan tíma. Það er aðeins einn munur á, bækurnar í lifandi bókasafni eru fólk og bækurnar og lesendurnir eiga persónuleg samskipti. Lifandi bókasafn verður haldið föstudaginn 13. apríl frá kl 10.40 – 13.10 á efri hæðinni í Uppsölum. Nánar


11.04.2012

Berlínarferð Kvennaskólanemenda

Mánudaginn 26. mars hélt hópur nemenda í áfanganum ÞÝS 473/ÞÝS 2L05 í ferð til Berlínar ásamt kennurum áfangans, Ástu og Björgu Helgu. Í hópnum voru 23 nemendur í 3. og 4. bekk. Nemendur höfðu fyrir ferðina kynnt sér eitt og annað um Berlín og m.a. unnið kynningar um þekktustu staðina. Nánar


10.04.2012

Stefán frá Hvítadal (1887-1933) er ljóðskáld vikunnar.

Stefán Sigurðsson kenndi sig við Hvítadal í Dalasýslu. Hann var fæddur á Hólmavík og er talinn fyrsti Íslendingurinn sem fæddist þar sem þorpið Hólmavík stendur nú. Fyrstu æviárin dvaldi hann í Kollafirði á Ströndum en flutti síðar að Hvítadal í Dalasýslu. Nánar
Síðast breytt: 04.03.2013 12:54


AukavalLeit

Leitarvél
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli