Kvennaskólinn í Reykjavík

Fréttir eftir mánuði

30.03.2012

Peysufatadagurinn var haldin hátíðlegur hjá nemendum í dag 30. mars.

Peysufatadagur 2. bekkjar Kvennaskólans í Reykjavík fór vel fram í blíðviðri og blankalogni . Nemendur glöddu marga með dansi og söng. Meðal annars dönsuðu þau fyrir framan ráðuneyti mennta- og menningarmála. Heimsóttu Droplaugastaði, Grund og Hrafnistu. Komu síðan öll marserandi í skólann sinn og þar hélt hátíðin áfram. Í lokin fengu þau vöfflur og heitt súkkulaði. Reynir Jónasson spilaði glæsilega á harmonikkuna og Margrét Helga Hjartardóttir stjórnaði söngnum af sinni alkunnu snild. Nánar


29.03.2012

Lið Kvennaskólans í Reykjavík mætir liði MR í úrslitaviðureign.

Við erum stolt af okkar liði hjá Kvennaskólanum í Reykjavík í framhaldsskólakeppninni Gettu betur. Þeim Bjarka, Bjarna og Laufeyju. Vegna dugnaðar þeirra og hyggjuvits erum við komin alla leið í úrslitin. Keppnin fer fram í Háskólabíói föstudaginn 30. mars. Bein útsending verður frá RÚV klukkan 20:10. Nánar


28.03.2012

Peysufatadagur 2. bekkinga Kvennaskólans verður haldinn föstudaginn 30. mars.

Peysufatadagurinn er gömul hefð skólans og hefur verið haldinn hátíðlegur síðan 1921. Í þá daga voru aðeins stúlkur nemendur við Kvennaskólann og þær ákváðu til hátíðabrigða að koma á peysufötum í skólann og gera sér ofurlítinn dagamun á eftir. Þetta var fyrsti peysufatadagurinn og hefur hann verið endurtekinn síðan þá. Á Peysfatadaginn klæðast nemendur að þjóðlegum sið, dansa og syngja saman í Hallargarðinum fyrir aðra nemendur, starfsfólk Kvennaskólans og foreldra. Nánar


28.03.2012

Sérstofur í vorprófum 2012

Nemendur með greiningar eða prófkvíða, sem óska eftir að vera í sérstofunni í vorprófum 2012, þurfa að staðfesta það við námsráðgjafa sem fyrst og eigi síðar en föstudaginn 30. mars. Athugið að aðeins þeir sem hafa sótt prófkvíðanámskeið geta fengið að vera í sérstofu vegna prófkvíða. Nánar


27.03.2012

Nemendur í Berlínaráfanga eru komnir til Berlínar.

Hópur 23ja nemenda á 3. og 4. ári verður í Berlín frá mánudeginum 26. mars til föstudagsins 30. mars. Kennararnir sem eru með þeim í ferðinni heita Björg Helga Sigurðardóttir og Ásta Emilsdóttir. Nánar


27.03.2012

Próftafla fyrir vorönn 2012 er komin á Innu.

Nánar


27.03.2012

Þann 31. mars verður Framhaldsskólamótið í hestaíþróttum haldið í reiðhöllinni hjá hestamannafélaginu Herði í Mosfellsbæ.

Framhaldsskólamótið er hestamót þar sem skólar senda knapa fyrir sína hönd. Að þessu sinni keppa þær Hrönn Kjartansdóttir og Andrea Jónína Jónsdóttir í 1.bekk, Alexandra Ýr Kolbeins í 2.bekk og Rúna Björg Vilhjálmsdóttir í 3.bekk en þær hafa allar mikla keppnisreynslu Nánar


26.03.2012

Landskeppnin í efnafræði

Góð þátttaka var hjá okkar nemendum í Landskeppninni í efnafræði sem var haldin 28.febrúar. Ein úr þeim hópi Rebekka Helga í 4NS komst í 15 manna úrslit og keppti aftur í fræðilegri og verklegri efnafræði um síðustu helgi. Rebekka var meðal 10 efstu keppenda. Við óskum Rebekku Helgu til hamingju með frábæran árangur. Nánar


26.03.2012

Gerður Kristný Guðjónsdóttir, oftast aðeins Gerður Kristný er höfundur ljóðs vikunnar.

Hún er fædd í Reykjavík 10. júní 1970. Gerður lauk B.A.-prófi í frönsku og bókmenntafræði frá Háskóla Íslands 1992 og stundaði einnig nám í hagnýtri fjölmiðlun 1992-1993. Hún var ritstjóri Mannlífs 1998 til 2004 en hefur síðan haft ritstörf að aðalatvinnu. Gerður Kristný hefur sent frá sér ljóðabækur, skáldsögur, smásögur, barnabækur og fleira og hafa bækur hennar hlotið ýmsar viðurkenningar. Nánar


23.03.2012

Lið Kvennaskólans í Reykjavík vann lið Menntaskólans við Hamrahlíð í Gettu betur

Lið Kvennaskólans er komið í úrslit í Gettu betur annað árið i röð!!! Liðið keppti við lið Menntaskólans við Hamrahlíð og var keppnin haldin í Háskólabíói og var sýnd í beinni útsendingu á RÚV. Keppnin var mjög spennandi en lið Kvennaskólans hafði betur með 1 stigi, vann með 24 stigum gegn 23. Nánar


22.03.2012

Opið hús 31. maí

Mikill fjöldi gesta var á Opna húsinu 13. mars og við höfum fregnað að ýmsir hafi ekki komist að til að fá svör við spurningum sínum. Þetta þykir okkur leitt og höfum ákveðið að bregðast við með því að hafa opið hús aftur fimmtudaginn 31. maí eftir hádegi. Dagskrá verður send út þegar nær dregur. Nánar


22.03.2012

Nemendur Kvennaskólans fá verðlaun frá Umferðarstofu

Forseti Íslands veitti þann 18. mars sl. verðlaun í hugmyndasamkeppni nemenda í framhaldsskólum um fræðslu- og áróðursefni varðandi umferðaöryggi. Nemendur Kvennaskólans unnu til verðlauna í keppninni, Camilla Margrét Thomsen sigraði í keppninni um besta slagorðið: ,,Mættu frekar seinna en aldrei“ og Ívar Örn Clausen lenti í öðru sæti í keppninni um bestu ljósmyndina. Nemendafélag Kvennaskólans lenti síðan í öðru sæti í keppninni um heildarstigafjölda sem endurspeglar mikinn áhuga nemenda og fjölda góðra hugmynda. Nánar


22.03.2012

Nemendur í valáföngum í eðlisfræði (EÐL3M05 og Eðl313) fóru í heimsókn í Háskólann í Reykjavík mánudaginn 19. mars.

Þar tók á móti þeim Haraldur Auðunsson og lóðsaði þá um bygginguna. Fyrst var farið að skoða vindgöng ein allmikil þar sem nemendur fengu að vera í 30 m/s vindhraða, síðan var farið að skoða aðstöðu til steypurannsókna. Þar næst var farið í stofur fyrir verklega eðlisfræðikennslu og skoðuð tæki fyrir rafsegulfræðitilraunir og snúningshreyfingu og ýmislegt prófað með þeim. Af þessu mátti hafa bæði fróðleik og góða skemmtan. Nánar


21.03.2012

Nemendur frá Sönderborg Statsskola eru í heimsókn hjá nemendum í 2.H.

Þessa dagana er 3C frá Sönderborg Statsskola ásamt kennurum í heimsókn hjá 2.H. Samstarfs Kvennaskólans og Sönderborg statsskola hefur staðið um árabil og er markmið þess að efla menningarleg tengsl milli frændþjóðanna. Dönsku gestirnir komu í gær og hófst heimsókn þeirra með morgunverði í matsal skólans þar sem þeir hittu íslensku gestgjafa sína. Nánar


21.03.2012

Bókafréttir

Bækurnar Málverkið eftir Ólaf Jóhann Ólafsson og Bónusstelpan eftir Rögnu Sigurðardóttur eru meðal nýrra bóka á safni Kvennaskólans. Nánar


20.03.2012

Kynning á námi á Heilbrigðisvísindasviði HÍ

Fimmtudaginn 22. mars kl 13:20 verður kynning í M19 á námi á Heilbrigðisvísindasviði HÍ fyrir nemendur í NSV103. Aðrir áhugasamir nemendur eru velkomnir. Nánar


19.03.2012

Kynning á námskeiði til undirbúnings fyrir inntökupróf

Föstudaginn 23. mars kemur fólk frá inntaka.is að kynna námskeiðin sín. Kynningin fer fram milli kl. 10:30 og 11:30 í fyrirlestrasal skólans (stofu M19) í Miðbæjarskólanum. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Nánar


19.03.2012

Lið Kvennaskólans í Reykjavík sigraði lið Menntaskólans á Akureyri í GETTU BETUR.

Lið Kvennaskólans í Reykjavík sigraði lið menntaskólans á Akureyri í Gettu betur með 36 stigum gegn 20 Í lok leiks í beinni útsendingu RÚV var dregið um hvaða skólar keppa í undanúrslitum spurningakeppninnar. Lið Kvennaskólans mætir liði Menntaskólans við Hamrahlíð á fimmtudagskvöldið kemur. Keppt verður í Háskólabíói og verður bein útsending þaðan á RÚV kl. 20:05. Nánar


19.03.2012

FÚRÍA leikfélag Kvennaskólans í Reykjavík sýnir ógnvænlega gamanleikinn FRANKENSTEIN.

Sagan gerist í litlum bæ í Þýskalandi. Nánar tiltekið í suður Þýskalandi. Sá bær heitir Ingolstadt. Í þessum litla fallega bæ hefur allt gengið sinn vanagang öldum saman en á einni ...niðdimmri nóttu breytist allt til frambúðar. Nánar


19.03.2012

Tómas Guðmundsson (1901-1983) er ljóðskáld vikunnar.

Hann hefur verið nefndur Reykjavíkurskáldið. Tómas fæddist á Efri-Brú í Grímsnesi. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1921 og lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1926. Hann vann nokkur ár sem lögfræðingur en sneri sér að skáldskap og ritstörfum upp úr 1930. Nánar


16.03.2012

Útskriftarnemendur í Náms- og starfsvali heimsóttu Félagsvísindasvið Háskóla Íslands fimmtudaginn 15. mars.

Um 40 útskriftarnemendur frá Kvennaskólanum í Reykjavík heimsóttu Félagsvísindasvið Háskóla Íslands fimmtudaginn 15. mars. Nemendurnir eru allir í náms- og starfsvali og er það hluti af námi þeirra að heimsækja háskóla og kynna sér það sem tekur við eftir stúdentspróf. Nánar


15.03.2012

Föstudaginn 16. mars mun lið Kvennaskólans í Reykjavík mæta liði Menntaskólans á Akureyri í Gettu Betur.

Þann 16. mars mun lið Kvennaskólans í Reykjavík mæta liði Mennaskólans á Akureyri. Keppnin verður haldin í beinni útsendingu í sjónvarpssal hjá RÚV klukkan 20:10. Í liði Kvennaskólans eru Laufey Haraldsdóttir, Bjarni Lúðvíksson og Bjarki Freyr Magnússon. Mætum og styðjum okkar frækna lið! Nánar


15.03.2012

Námsferð til Skotlands

44 nemendur á 3. og 4. ári héldu ásamt 4 kennurum í námsferð til Skotlands. Ferðin er hluti af námi í áfanga sem er samvinnuverkefni ensku-, sögu- og félagsfræðideilda. Nánar


14.03.2012

Nemendur í tómstundafræði með útikennslu

Nemendur í tómstundafræði í Kvennaskólanum ætla að spreyta sig á útikennslu í nokkrum hádegishléum á næstunni. Útikennsla er nokkurs konar námstækni þar sem nemendur læra félagsleg samskipti, oft utandyra. Nánar


14.03.2012

Kórinn fer í æfingabúðir laugardaginn 17. mars kl. 10:00

Kórinn fer í æfingabúðir að Brúarási sem er rétt við Borgarnes. Lagt verður að stað frá Kvennaskólanum í Reykjavík kl. 10:00 laugardaginn 17. mars. Það verður haldið heim frá Brúarási kl 15:00 á sunnudaginn 18. mars. Ferðin tekur um klukkutíma. Nánar


14.03.2012

Viðarstokkur verður þann 14. mars. Safnað fyrir Bugl.

Þann 14. mars kl 20:00 verða góðgerðatónleikar listanefndarinnar Kennaskólans. Viðburðurinn nefnist Viðarstokkur og í ár tók nefndin þá ákvörðun að styrkja félag á Íslandi sem tengist okkur öllum. Það var því ákveðið að framlag tónleikanna myndi renna til styrktar barna- og unglingageðdeildar Landspítalans eða BUGL. Nánar


12.03.2012

Opið hús 13. mars

Þriðjudaginn 13. mars verður opið hús í Kvennaskólanum í Reykjavík fyrir 10. bekkinga og forráðamenn þeirra frá kl. 17:00 til 19:00. Öll hús skólans, aðalbyggingin að Fríkirkjuvegi 9, Miðbæjarskólinn að Fríkrikjuvegi 1 og Uppsalir í Þingholtsstræti 37, verða opin. Námsframboð skólans, inntökuskilyrði, námsráðgjöf, mötuneyti og félagslíf verður kynnt. Verið velkomin. Nánar


12.03.2012

Páll Ólafsson (1827-1905) er höfundur ljóðs vikunnar.

Hann fæddist á Dvergasteini í Seyðisfirði 8. mars 1827 en ólst upp á Fáskrúðsfirði þar sem faðir hans var prestur. Páll fór ekki í skóla eins og hefði mátt búast við af pilti í hans stétt heldur varð vinnumaður og síðar ráðsmaður og bóndi á Hallfreðarstöðum á Fljótsdalshéraði og í Nesi í Loðmundarfirði. Hann varð atkvæðamikill bóndi og umboðsmaður konungsjarða. Páll var kosinn þingmaður Norður-Múlasýslu og sat á Alþingi en sagði af sér þingmennsku. Hann lést í Reykjavík 1905. Nánar


07.03.2012

Vel heppnaður Góðgerðadagur Kvennaskólans í Reykjavík

Góðgerðadagur Kvennaskólans var haldinn þann 28. febrúar og heppnaðist mjög vel. Allir bekkir skólans unnu að ýmis konar samfélagsverkefnum og létu gott af sér leiða. Hér fyrir neðan eru myndir frá deginum og er greinilegt að nemendur eru kraftimikill hópur sem hefur mikið fram að færa í þágu samfélagsins. Nánar


06.03.2012

Námsferð til Skotlands

Fjörtíu og fjórir nemendur úr þriðja og fjórða bekk verða í námsferð í Skotalandi 8.-11. mars. Fjórir kennarar fylgja hópnum og meðal staða sem heimsóttir verða eru markverðir staðir í Glasgow, Stirlingkastali og Edinborgarkastali. Dagskrá ferðarinnar og blogg nemenda má sjá á: http://skotland2012.naif.is/. Nánar


05.03.2012

Kynning á námskeiði til undirbúnings fyrir inntökupróf föstudaginn 9. mars kl 10:30-11:30 í M 19.

Inntökuprófum í háskóla fer fjölgandi en ein deild hefur verið með svona próf til margra ára. Til að komast í lækna-og sjúkraþjálfaranám verður að þreyta inntökupróf sumarið áður en nám hefst og hefur það reynst mörgum þrautin þyngri að komast í gegnum niðurskurðinn. Fyrirtæki sem heitir Inntökupróf hefur boðið uppá ítarleg námskeið til undirbúnings fyrir þessi próf. Nánar


05.03.2012

Ingibjörg Haraldsdóttir (1942-) er ljóðskáld vikunnar

Ingibjörg er fædd og uppalin í Reykjavík. Eftir stúdentspróf frá MR fór hún til náms í Moskvu og lauk þaðan Mag.art prófi í kvikmyndastjórn. Síðan starfaði hún sem aðstoðarleikstjóri í Havana á Kúpu um árabil. Eftir heimkomu til Íslands vann hún sem blaðamaður og kvikmyndagagnrýnandi en síðustu áratugi sem ljóðskáld og þýðandi. Fyrsta ljóðabók hennar Þangað vil ég fljúga kom út 1974. Ingibjörg hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir ritstörf og verið tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Nánar


01.03.2012

Vel heppnuð Parísarferð

Nú eru Parísarfarar Kvennaskólans árið 2012 komnir heim eftir vel heppnaða ferð sem er hluti af svokölluðum Parísaráfanga. 21 nemandi og 2 kennarar dvöldu í Parísarborg frá 23.-27. febrúar og nýttu tímann vel til að skoða ýmsa króka og kima heimsborgarinnar. Nánar
Síðast breytt: 04.03.2013 12:54


AukavalLeit

Leitarvél
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli