Kvennaskólinn í Reykjavík

Fréttir eftir mánuði

29.02.2012

Góður Tjarnardagur að baki.

Í dag 29.febrúar var Tjarnardagur hjá Kvennaskólanum í Reykjavík. Engin hefðbundin kennsla var í skólanum en boðið var upp á ýmis konar námskeið og fræðslu. Nánar


28.02.2012

Í dag 28. febrúar var valkynning og Góðgerðardagur Kvennaskólans í Reykjavík

Í dag var viðburðarríkur dagur hjá nemendum og kennurum. Fyrir hádegi kynntu kennarar valáfanga sem eru í boði næsta vetur í. Eftir hádegi byrjaði hinn árlegi Góðgerðardagur þar sem allir bekkir skólans unnu að ýmis konar samfélagsverkefnum og létu gott af sér leiða. Nánar


27.02.2012

Valkynning

Þriðjudaginn 28. febrúar munu kennarar skólans kynna þá valáfanga sem í boði eru næsta vetur. Kynningin fer fram á 2. hæð Miðbæjarskólans. 1. bekkur mætir á kynninguna kl. 9:15 en 2. og 3. bekkur mæta kl. 10:00. Brautarstjórar verða svo til viðtals í stofum M14 og M15 frá kl. 11-13. Nemendur í 1. og 2. bekk fá valblöðin í hendur fyrir valkynninguna en þeir sem eru í 3. bekk og hyggjast útskrifast næsta vetur fá valblöðin send í tölvupósti. Nánar


27.02.2012

Örnámskeið í stjórnun prófkvíða.

Kæri nemandi. Ef þú átt það til að vera kvíðin(n) fyrir próf, eða í prófi þá er tími til kominn að vinna í málinu. Við erum tilbúnar að aðstoða og ætlum að halda stutt námskeið í stjórnun prófkvíða. Tími: 11:30 – 12:00 á mánudögum Nánar


27.02.2012

Mentorverkefnið í Kvennó

Vinátta, mentorverkefnið er enn í fullum gangi hér í Kvennó. Nú hafa mentorar og börn verið að hittast reglulega síðan í október 2011. Það hefur verið einstaklega gaman að fylgja mentorpörunum eftir – sérstaklega þegar allur hópurinn kemur saman. Nánar


27.02.2012

Ljóð vikunnar orti Steinn Steinarr (1908-1958)

Steinn Steinarr er skáldanafn Aðalsteins Kristmundssonar. Hann fæddist á Laugarlandi v/Ísafjarðardjúp en ólst upp í Miklagarði, Saurbæjarhreppi í Dölum. Fluttist til Reykjavíkur um tvítugs aldur á árum kreppu og atvinnuleysis. Naut ekki langrar skólagöngu, þótti ódæll í æsku. Lifði við fátækt enda gat hann ekki unnið erfiðisvinnu sökum bæklunar. Fyrsta ljóðabók hans Rauður loginn brann kom út 1934. Með síðustu ljóðabók sinni Tíminn og vatnið 1948 braut Steinn blað í íslenskri ljóðagerð. Síðar varð hann eitt vinsælasta ljóðskáld Íslendinga. Nánar


24.02.2012

Viðburðarík vika framundan.

Það er margt spennandi framundan hjá nemendum og kennurum í næstu viku. Nánar


24.02.2012

Þjóðarsáttmáli um baráttu gegn einelti

Meðfylgjandi er afrit af undirskriftum á þjóðarsáttmála um baráttu gegn einelti frá því í nóvember s.l. Annað skjalið er undirritað af ráðherrum og eða fulltrúa ráðherra auk borgarstjóra og framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hitt skjalið er með ofangreindum aðilum auk fulltrúa fjölda samtaka, félaga og stofnanna sem öll á einn eða annan hátt láta sig þetta mikilvæga málefni varða. Verkefnastjórn um aðgerðir gegn einleti þætti vænt um ef þess skjöl færu sem víðast og yrðu sýnileg sem flestum. Nánar


22.02.2012

Blogg um Parísarferð hjá nemendum í Parísaráfanga Kvennaskólans í Reykjavík

Á morgun, fimmtudaginn 23. febrúar, heldur hópur rúmlega tuttugu nemenda til Parísar ásamt tveimur frönskukennurum, þeim Margréti Helgu og Jóhönnu Björk Nánar


20.02.2012

Lið Kvennaskólans í Reykjavík keppir við lið Menntaskólans í Hamrahlíð í Morfís miðvikudaginn 22. febrúar.

Liðin keppa á Öskudaginn 22. febrúar. Umræðuefnið verður. 'Þitt er valið' og mælir Kvennaskólinn í Reykjavík með því, en Menntaskólinn í Hamrahlíð á móti. Keppnin verður haldin í hátíðasal Menntaskólans í Hamrahlíð kl 20:00-23:00. Nánar


20.02.2012

Ragnar Ingi Aðalsteinsson orti "Jarðrím" sem er ljóð vikunnar.

Hann er fæddur 15. janúar 1944 og ólst upp á Vaðbrekku í Hrafnkelsdal í Norður-Múlasýslu. Hann er kennari að mennt og býr í Reykjavík. Ragnar hefur starfað við kennslu, landbúnaðarstörf, sjómennsku, trésmíðar, blaðamennsku og ritstörf. Hann hefur skrifað bækur um bragfræði, og nokkrar ljóðabækur. Nánar


14.02.2012

Háskóladagurinn 2012

Háskóladagurinn er haldinn laugardaginn 18. febrúar kl. 12:00-16:00 Í Háskólabíó verður kynning á námi frá Háskólanum á Akureyri, Háskólanum á Hólum, Landbúnaðarháskóla Íslands, Keili og Listaháskóla Íslands. Nánar


14.02.2012

The Blue Beepers voru í 1. sæti í Rymju söngvakeppni Kvennaskólans í Reykjavík

Það var mjög vel mætt og góð stemmning í Austurbæjarbíói þegar Rymja söngvakeppni Kvennaskólans í Reykjavík var haldin. The Blue Beebers voru í 1. sæti og verða fulltrúar Kvennaskólans í Reykjavík í Söngvakeppni framhaldsskólanna í vor. Gunnhildur Erla Davíðsdóttir lenti í 2. sæti, en Ari Steinn Skarphéðinsson og Atli Valur Jóhannsson hrepptu 3. sætið. Nánar


13.02.2012

Ljóð vikunnar orti Þóra Jónsdóttir frá Laxamýri

Þóra er fædd 1925 á Bessastöðum Álftanesi en ólst upp á Laxamýri í Suður Þingeyjarsýslu frá unga aldri. Hún lauk stúdentsprófi frá MA. Seinna lauk hún prófi frá Kennaraskólanum og las bókmenntir við Hafnarháskóla um nokkurra ára skeið. Nánar


10.02.2012

Alþjóðlegt loftslagsverkefni

Nú á vorönn er verið að kenna veðurfræði í vali. Jafnframt hefðbundnu námi með fyrirlestrum, verkefnum og heimsóknum er hópurinn þátttakandi í alþjóðlegu loftslagsverkefni á vegum þýsku samtakanna Jugend Denkt Um Welt. Meðal þess sem hópurinn þarf að gera er að búa til vídeó-kynningar sem tengjast loftslagsmálum. Fyrsta vídeóið er komið á netið en þar kynnir hópurinn Ísland, Kvennaskólann og þátttakendur. Nánar


08.02.2012

Rymja söngvakeppni Keðjunnar verður haldin föstudaginn 10. febrúar kl. 20 í Austurbæ.

Alls verða þrettán atriði í keppninni og þeir sem vinna verða svo fulltrúar skólans í Söngvakeppni Framhaldsskólanna síðar í vor. Kennarar og foreldrar eru hjartanlega velkomnir, en hægt verður að kaupa miða á atburðinn á föstudaginn frá kl. 19:30 í Austurbæ. Miðaverð er 1000 krónur. Nánar


06.02.2012

Fundur um umhverfismál

Starfsmenn og nemendur Kvennaskólans vinna nú að því að marka sér umhverfisstefnu og fá grænfánann eftirsótta. Í tengslum við það stóð umhverfisnefnd skólans fyrir vinnufundi á föstudaginn var. Hátt í 30 nemendur sátu fundinn og komu fram fjölmargar góðar hugmyndir sem munu án efa nýtast vel í því starfi sem framundan er. Nánar


06.02.2012

Ljóð vikunnar

Ljóð vikunnar er eftir Sigríði Jónsdóttur (f. 1964), bónda í Arnarholti og kennara í Reykholtsskóla í Biskupstungum.Hún hefur gefið út tvær ljóðabækur sú fyrri var gefin út 2005 og sú síðari 2011. Nánar


03.02.2012

Góðgerðavika í Kvennaskólanum í Reykjavík

Fyrsta góðgerðavika Kvennaskólans í Reykjavík verður 6.-10. febrúar og endar hún á Rymju á föstudaginn. Nánar
Síðast breytt: 04.03.2013 12:54


AukavalLeit

Leitarvél
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli