Kvennaskólinn í Reykjavík

Fréttir eftir mánuði

31.01.2012

Jöfnunarstyrkur

Kynntu þér reglur um námsstyrki og leiðbeiningar um skráningu á www.lin.is Hægt er að skrá umsókn á Innu eða netbankanum! Umsóknarfrestur vegna vorannar 2012 er til 15. febrúar næstkomandi! Nánar


31.01.2012

Lið Kvennaskólans í Reykjavík keppir við lið Menntaskólans á Akureyri þann 16. mars í Gettu betur spurningakeppni framhaldsskólanna.

Þann 16. mars mun lið Kvennaskólans í Reykjavík mæta liði Mennaskólans á Akureyri. Keppnin verður haldin í beinni útsendingu í sjónvarpssal hjá RÚV. Nánar


30.01.2012

Ljóð vikunnar er eftir Jakobínu Sigurðardóttur, rithöfund (1918-1994).

Hún fæddist í Hælavík í Norður Ísafjarðarsýslu. Á unglingsárum flutti hún til Reykjavíkur, réðst í vist en stundaði nám í Ingimarsskóla og Kennaraskólanum á kvöldin. Seinna flutti hún að Garði í Mývatnssveit og vann við bústörf til æviloka. Jakobína vakti fyrst athygli fyrir ljóð sín en kjölfarið fylgdu ævintýri, kvæða- og smásagnasöfn. Nánar


27.01.2012

Opið hús verður hjá Kvennaskólanum í Reykjavík 13. mars 2012.

Þriðjudaginn 13. mars verður opið hús í skólanum fyrir 10. bekkinga og forráðamenn þeirra frá kl. 17:00 til 19:00. Námsframboð skólans, inntökuskilyrði og félagslíf verður kynnt. Nánar


27.01.2012

3H í leikskólaheimsókn

Nemendur í 3H hafa verið að læra ýmislegt um máltöku barna í íslensku. Miðvikudaginn síðastliðinn heimsóttu þeir síðan leikskólann Seljaborg og unnu þar verkefni með nokkrum börnum þar sem ýmis atriði tengd máltöku voru til athugunar. Heimsóknin vakti mikla lukku, bæði hjá nemendum Kvennaskólans og leikskólabörnunum á Seljaborg Nánar


24.01.2012

Lið Kvennaskólans í Reykjavík vann lið Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum í keppninni Gettur betur.

Kvennaskólinn í Reykjavík vann Framhaldskólann í Vestmannaeyjum og náði 30 stigum. Liðið er þar með komið í 3. umferð, sem fram fer í sjónvarpsal hjá RÚV. Nánari upplýsingar seinna. Nánar


23.01.2012

Gettu betur

Dregið hefur verið um það hvaða lið mætast í seinni umferð Gettu betur. Lið Kvennaskóla Reykjavíkur og Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum keppa í dag mánudaginn 23. janúar kl. 20:00 á Rás 2. Lið Kvennaskólans keppir í Reykjavík. en lið Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum keppir í Eyjum. Nánar


23.01.2012

Ljóð vikunnar er eftir Bergþóru Ingólfsdóttur

Hún er fædd 4. Mars 1962 í Reykjavík og gekk í Kvennaskólann í Reykjvavík og Menntaskólann við Hamrahlíð. Bergþóra var starfsmaður Alþýðusambands Íslands og hjá Menningar- og fræðslusambandi alþýðu. Síðar nam hún lögfræði og útskrífaðist frá Háskóla Íslands 2003. Varð síðan héraðsdómslögmaður 2004 og hæstaréttarlögmaður 2011. Birst hafa ljóð eftir Bergþóru í tímaritum, blöðum og útvarpi og einnig hefur hún fengist við ljóðaþýðingar. Nánar


18.01.2012

Lið Kvennaskólans í Reykjavík sigraði lið Menntaskólans Hraðbrautar í Gettu betur.

Lið Kvennaskólans í Reykjavík hóf keppnina af krafti með sigri á liði Menntaskólans Hraðbrautar í 1. riðli Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna. Kvennaskólinn í Reykjavík er með næst hæsta stigafjölda í fyrstu umferð á eftir Menntaskólanum í Reykjavík. Nánari tímasetning á keppninni verður auglýst síðar. Nánar


16.01.2012

Höfundur ljóðs vikunnar er Ísak Harðarson

Hann fæddist í Reykjavík 11. ágúst 1956. Hann lauk stúdentsprófi 1977 og stundaði nám við Kennaraháskóla Íslands auk íslenskunáms við Háskóla Íslands. Ísak vakti mikla athygi með fyrstu ljóðabók sinni Þriggja orða nafni (1982). Síðan hafa komið út fjöldi ljóðabóka eftir hann, smásagnasafn, skáldsaga og endurminningabók. Hann er auk þess milkilvirkur þýðandi. Nánar


13.01.2012

Kvennaskólinn í Reykjavík keppir í Gettu betur þriðjudaginn 17. janúar kl. 19:30.

Lið Kvennaskólans í Reykjavík er óbreytt frá því fyrra, þegar skólinn stóð uppi sem sigurvegari í Gettu betur eftir spennandi viðureign við Menntaskólann í Reykjavík. Það eru þau Laufey Haraldsdóttir, Bjarni Lúðvíksson og Bjarki Freyr Magnússon sem ætla að sjálfsögðu að verja titilinn. Nánar


11.01.2012

Jöfnunarstyrkur

Sækir þú nám fjarri lögheimili og fjölskyldu? Kynntu þér reglur um námsstyrki og leiðbeiningar um skráningu á www.lin.is Hægt er að skrá umsókn á Innu eða netbankanum! Umsóknarfrestur vegna vorannar 2012 er til 15. febrúar næstkomandi! Nánar


09.01.2012

Vilborg Dagbjartsdóttir er höfundur ljóðs vikunnar.

Vilborg Dagbjartsdóttir er höfundur ljóðs vikunnar að þessu sinni. Hún er fædd 18. Júlí 1930 á Vestdalseyri í Seyðisfirði. Fór í Kennaraskólann og starfaði í Austurbæjarskóla frá 1955 og þar til hún lét af störfum. Hún hefur bæði skrifað og þýtt barnabækur, gefið út ljóðabækur og ritstýrt barnaefni í blöðum og tímaritum. Nánar


06.01.2012

Nýársball

Nýársballið verður haldið miðvikudaginn 11. janúar á Nasa, Austurvelli. Ballið hefst kl. 22:00 og er lýkur kl.01:00 Nánar


04.01.2012

Stundatöflur

Endilega athugið hvort einhverjar stofubreytingar hafi verið gerðar á nýjustu stundatöflunni í Innu. Nánar


03.01.2012

Endurtökupróf

Endurtökupróf verða á miðvikudaginn 4 janúar kl. 9:00-10:30 í N2 í Aðalbyggingu skólans. Nánar


03.01.2012

Gleðilegt nýtt ár 2012

Kennsla hefst fimmtudaginn 5. janúar skv. nýjum stundaskrám sem nemendur geta séð í Innu frá og með 4. jan. Endurtökupróf verða nú í annarbyrjun, sjá aðra frétt hér á síðunni. Nánar
Síðast breytt: 04.03.2013 12:54


AukavalLeit

Leitarvél
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli