Kvennaskólinn í Reykjavík

Fréttir eftir mánuði

30.05.2011

Kvennaskólinn útskrifar 145 stúdenta

Föstudaginn 27. maí voru 145 stúdentar útskrifaðir frá Kvennaskólanum við hátíðlega athöfn í Hallgrímskirkju. Kór Kvennaskólans söng og útskriftarnemendurnir Stefanía Ósk Margeirsdóttir og Ríkey Guðmundsdóttir glöddu gesti með tónlistaratriðum. Sindri Már Hjartarson, fráfarandi formaður nemendafélagsins Keðjunnar, flutti ávarp fyrir hönd nýstúdenta. Nánar


25.05.2011

Endurtökupróf 1.-3. bekkjar vor 2011

Endurtökupróf 1.-3. bekkjar fara fram 31. maí, 1. og 3. júní. Hér má sjá hvenær einstök próf verða haldin. Nánar


25.05.2011

Útskrift stúdenta og skólaslit

Útskrift stúdenta og skólaslit Kvennaskólans í Reykjavík verða í Hallgrímskirkju föstudaginn 27. maí kl. 13:00. Að lokinni útskriftarathöfn er viðstöddum boðið til móttöku í skólanum að Fríkirkjuvegi 9. Nánar


21.05.2011

Fögnum góðu gengi Kvennó í vetur!

Nemendum Kvennaskólans hefur heldur betur gengið vel í vetur í þeim verkefnum sem þeir hafa tekið sér fyrir hendur. Það er því ástæða til að fagna! Nánar


19.05.2011

ATH! Mikilvægar upplýsingar um einkunnaafhendingu, útskrift og endurtökupróf

Einkunnaafhending verður í Uppsölum Mán. 23. maí kl. 9. Æfing fyrir stúdentsefni verður sama dag kl. 10.30 í Hallgrímskirkju. Nánar


11.05.2011

Hjólað og hjólað og hjólað í skólann!

Nú stendur verkefnið Hjólað í vinnuna sem hæst en 31 starfsmaður í fjórum liðum tekur þátt fyrir hönd Kvennaskólans að þessu sinni. Nánar


06.05.2011

Í hvaða byggingu er prófið mitt haldið?

Hér er listi yfir hvar vorprófin 2011 eru haldin. Nánar


05.05.2011

Eðlisfræðihópur heimsótti Háskólann í Reykjavík

Þórður eðlisfræðikennari fór með Eðl313-valhópinn í heimsókn upp í HR föstudaginn 15. apríl. Nánar


04.05.2011

Afhending einkunna, útskrift og endurtökupróf

Mánudaginn 23. maí er einkunnarafhending og prófsýning kl. 9 í N-stofum. Útskrift stúdenta og skólaslit fara fram í Hallgrímskirkju föstudaginn 27. maí kl. 13. Endurtökupróf í 4. bekk verða í vikunni fyrir útskrift ef með þarf. Endurtökuprófin í 1. – 3. bekk verða dagana 31. maí, 1. júní og 3. júní – nánar auglýst þegar fyrir liggur hvaða próf þarf að halda. Nánar


04.05.2011

Hjólað í skólann

Kvennó tekur þátt í hvatningarátaki Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands Hjólað í vinnuna sem stendur yfir dagana 4.-24. maí. Nánar


03.05.2011

Á Njáluslóðum

Annar bekkur fór á Njáluslóðir í gær, mánudag í sumarveðri. Ekið var um sveitir og sögustaðir skoðaðir. Veðrið lék við hópinn, sólin skein og hitamælirinn sýndi tveggja stafa tölur. Nánar
Síðast breytt: 04.03.2013 12:54


AukavalLeit

Leitarvél
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli