Kvennaskólinn í Reykjavík

Fréttir eftir mánuði

29.04.2011

Kvenskælingar dimmitera

Í gær mættu fjórðubekkingar í Kvennó í skólann í síðasta skipti fyrir próf og í dag er dimmisjón. Nánar


14.04.2011

Lenti í þriðja sæti í Parísarmaraþoninu!

Okkur er margt til lista lagt hér í Kvennaskólanum. Sigurbjörg Eðvarðsdóttir, frönskukennari, sýndi það heldur betur síðastliðinn sunnudag þegar hún hljóp Parísarmaraþonið í annað sinn. Nánar


12.04.2011

Kosningavika í Kvennó

Nú stendur yfir kosningavika í Kvennaskólanum en fjölmargir eru að bjóða sig fram í hinar ýmsu ábyrgðastöður og nefndir. Kosningar fara síðan fram á föstudag og verða úrslitin ljós strax þá um kvöldið. Nánar


08.04.2011

Söngkeppni framhaldsskólanna fer fram á morgun, 9. apríl

Kristrún Lárusdóttir nemandi á þriðja ári verður fulltrúi Kvennaskólans í Söngkeppni framhaldsskólanna sem fram fer á Akureyri á morgun, laugardaginn 9. apríl. Nánar


08.04.2011

Góð þátttaka í Lifandi bókasafni lista og menningar

Lifandi bókasafn fór fram í Kvennó miðvikudaginn 6. apríl. Þema bókasafnsins var listir og menning og bækurnar komu úr röðum tónlistarfólks, rithöfunda, leikara, leikstjóra, myndlistarmanna, ýmissa hönnuða, dansara, ljósmyndara og arkitekta. Við viljum þakka þeim öllum kærlega fyrir að hafa heimsótt okkur. Nánar


05.04.2011

lifandi bókasafn á morgun 6. apríl

Lifandi bókasafn verður á morgun, miðvikudaginn 6. apríl í Uppsölum klukkan 10:40-13:00. Þema bókasafnsins er listir og menning. Nánar


05.04.2011

Valhópur í eðlisfræði heimsækir Háskóla Íslands

Þórður eðlisfræðikennari fór með Eðl313-valhópinn í heimsókn upp í Háskóla Íslands s.l. föstudag, 1. apríl. Þar tók Hafliði P. Gíslason á móti hópnum og hafði skipulagt hvað krökkunum yrði sýnt. Nánar


03.04.2011

Kvennó sigrar Gettu betur 2011

Kvennaskólinn í Reykjavík sigraði MR í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, í æsispennandi úrslitaviðureign í gærkvöldi. Þetta er ekki einungis í fyrsta skipti sem Kvennaskólinn sigrar þessa keppni heldur hefur nú í fyrsta skipti í sögu Gettu betur stelpa verið í vinningsliðinu. Nánar


01.04.2011

Árlegur Peysufatadagur Kvennó haldinn 1. apríl

Í dag, föstudaginn 1. apríl, var árlegur Peysufatadagur Kvennaskólans í Reykjavík haldinn hátíðlegur. Nemendur í þriðja bekk hafa æft söng og gömlu dansana stíft síðustu vikur og í dag komu krakkarnir svo saman í Hallargarðinum þar sem þau dönsuðu og sungu fyrir aðra nemendur, starfsfólk Kvennó og þónokkra foreldra. Nánar
Síðast breytt: 04.03.2013 12:54


AukavalLeit

Leitarvél
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli